Innlent

Vildi Davíð bráðabirgðalög á Landsbankann og Kaupþing?

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Heimildir Vísis herma að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði til á ríkisstjórnarfundi síðasta þriðjudag að Landsbankinn og Kaupþing yrðu einnig þjóðnýttir og að mynduð yrði þjóðstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir seðlabankastjóra kominn langt út fyrir sitt valdsvið.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi mætt á ríkisstjórnarfund síðasta þriðjudag og lagt þar til að þjóðstjórn yrði mynduð.

Vísir hefur heimildir fyrir því að á þessum sama ríkisstjórnarfundi hafi Davíð lagt til að bráðabirgðalög yrðu sett á og að Landsbankinn og Kaupþing yrðu þjónýttir eins og Glitnir.

Rétt er að taka fram að forsvarsmenn Landsbankans og Kaupþings segja sína banka standa vel.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir seðlabankastjóra kominn langt út fyrir sitt verksvið.

Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um viðtal gáfu hvorki Davíð Oddsson seðlabankastjóri né Geir H. Haarde forsætisráðherra kost á því í dag.

Forsætisráðherra mun klukkan átta flytja stefnuræðu sína og eru vonir bundnar við að þar kynni hann aðgerðir í efnahagsmálum.

Nánar verður rætt við Þorgerði Katrínu og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í Íslandi í dag hér á eftir.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×