Bíó og sjónvarp

Telur það ekki eftir sér að vera kúltúrbarn
Sean Astin, þekktastur fyrir að hafa leikið Sóma Gamban í geysivinsæla Hringadrottinssöguþríleiknum, segist glaður sætta sig við að vera kallaður kúltúrbarn.

Love Island stjarna situr fyrir hjá íslensku fyrirtæki
Breska Love Island stjarnan Leah Taylor situr fyrir hjá íslenska skartgripamerkinu 1104 by MAR. Dagmar Mýrdal, sem er eigandi merkisins, segir um að ræða mikinn heiður.

Stiklusúpa: Þáttaraðirnar sem allir hafa beðið eftir
Þið sem beðið hafa örvæntingarfull eftir stiklum úr ykkar uppáhaldsþáttum getið andað léttar þar sem fjöldinn allur af stiklum komu út.

Fyrsta stikla Furiosa: A Mad Max Saga
Fyrsta stikla kvikmyndarinnar Furiosa: A Mad Max Saga hefur verið birt. Myndin er formáli Mad Max: Fury Road, og er einnig leikstýrt af George Miller. Væntingarnar fyrir Furiosa eru miklar, þar sem Fury Road frá 2015 er af mörgum talinn meðal heimsins bestu mynda.

Sebastian Stan mun leika Donald Trump
Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Nasistarnir kitla alltaf
Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana.

Cheers og ER leikkonan Frances Sternhagen látin
Bandaríska leikkonan Frances Sternhagen, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, er látin 93 ára að aldri.

Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum
Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum.

Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin
Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Keppendur Squid Game vilja bætur vegna meiðsla
Keppendur í raunveruleikaþáttum í anda Squid Game þáttanna vinsælu ætla sér að sækja skaðabætur vegna meiðsla sem þau hafa orðið fyrir við tökur þáttanna.

The Killer: Er þetta allt og sumt?
Kvikmyndin The Killer hefur nú verið frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um leigumorðingja sem tekur að sér verkefni sem fer í vaskinn og afleiðingar þess. Á yfirborðinu er hún merkilegri en flest sem Netflix býður upp á þessa dagana og það fyrir ýmissa hluta sakir. Sérstaklega er það vegna þess að hér leiða saman hesta sína leikstjórinn David Fincher og handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker, en samstarf þeirra gat af sér eina eftirminnilegustu spennumynd tíunda áratugarins, Seven.

„Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“
Söngkonan og Idolstjarnan Beatriz Aleixo, betur þekkt sem Bía, fann ástina í örmum smiðsins, Kolbeins Egils Þrastarsonar, fyrir rúmu ári. Fyrsti kossinn átti sér stað á dansgólfinu sama kvöld og þau kynntust.

„Mystísk en um leið svo mannleg“
„Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar.

Leikari úr Línu langsokk látinn
Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí
Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður.

Bjóða Grindvíkingum ókeypis áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+
Stöð 2 hefur ákveðið að bjóða öllum íbúum með lögheimili í Grindavík mánaðaráskrift að Stöð 2 og streymisveitunni Stöð 2+. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stöðvar 2.

Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn
Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári.

Ingvar E. í nýrri stórmynd Netflix
Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel.

Tók upp byssu þegar samstarfsmaður hótaði að spilla Top Gun
Ástralskur lögreglumaður hefur verið sakfelldur fyrir að fara óvarlega með skotvopn eftir að hafa otað því að samstarfsfélaga. Sá hafði séð stórmyndina Top Gun: Maverick kvöldið áður og hótaði að spilla söguþræði hennar.

Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir
Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun.

Langþráður samningur í höfn í Hollywood
Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar
Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar.

Meintur leikstjóri segir nafn sitt misnotað
Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur.

Barnastjarna úr My Sister‘s Keeper látin
Bandaríski leikarinn Evan Ellingson, sem gerði garðinn frægan sem leikari í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á sínum yngri árum, er látinn. Hann varð 35 ára gamall.

Pacino greiðir fjórar milljónir í mánaðarlegt meðlag
Bandaríski leikarinn Al Pacino hefur samþykkt að greiða þrjátíu þúsund bandaríkjadali í mánaðarlegar meðlagsgreiðslur með fjögurra mánaða syni sínum, eða um 4,1 milljón króna.

Enn ein ásökunin á hendur Brand
Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010.

Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn
Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra.

Stefndi á heimsfrægð þegar Stundin okkar bauðst
„Ég er ekki að fara neitt þannig að þetta kemur bara allt saman í ljós,“ segir Felix Bergsson, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi
Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra.

Killers of the Flower Moon: Samhygð óskast
Nú hafa kvikmyndahús hafið sýningar á Killers of the Flower Moon, 27. leiknu kvikmynd eins besta leikstjóra kvikmyndasögunnar, Martin Scorsese. Hann er nú orðinn áttræður og því spurning hversu mörg verk hans verða til viðbótar.