Landslið karla í fótbolta

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð.

Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo
Tap enska karlalandsliðsins gegn því íslenska í vináttulandsleik fyrir EM á síðasta ári virðist ekki sitja lengur í Kobbie Mainoo, leikmanni Manchester United.

Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“
Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði.

Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports
27. júní er merkisdagur í sögu íslenskra íþrótta því það var á þessum degi fyrir níu árum síðan sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta sló Englendinga út úr sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

Segja Hákon Arnar undir smásjá stórliðs
Íslenski landsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður franska liðsins Lille er undir smásjá ítalska stórliðsins Roma.

Ósáttur Lárus Orri: „Sýnum smá ástríðu líka“
Láru Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írlandi í Belfast.

„Barnaskapur sem á ekki alveg við“
Arnar Gunnlauggson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið hafa gert of mikið af tæknifeilum í 1-0 tapi Íslands gegn Norður-Írlandi í vináttulandsleik í kvöld.

„Ég hata að tapa“
Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld.

„Heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað“
„Það eru bara vonbrigði að tapa því við áttum alls ekki að tapa þessum leik,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írum í kvöld.

Uppgjörið: Norður-Írland - Ísland 1-0 | Bragðdauft í Belfast
Eftir 3-1 útisigur gegn Skotum á föstudag var vonast til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta myndi tengja saman sigra þegar það sótti lið Norður-Írlands í Belfast. Annað kom á daginn þar sem Isaac Price skoraði eina mark leiksins og heimamenn unnu sanngjarnan 1-0 sigur.

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar
Arnar Gunnlaugsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 3-1 sigri á Skotlandi á föstudag fyrir leik kvöldsins við Norður-Írland.

Jonny Evans heiðraður fyrir landsleik kvöldsins
Norður-Írinn Jonny Evans lék á dögunum sinn síðasta fótboltaleik með Manchester United og hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Norður-írska knattspyrnusambandið mun heiðra hann, ásamt annarri hetju, Steven Davis á Windsor Park í kvöld.

„Við erum fastir í einhverri dýflissu“
Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning“
Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi.

Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis.

„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“
Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld.

„Ég er aldrei sáttur“
Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur.

Áhyggjufullir eftir tap gegn „algjöru meðalliði“ Íslands
Skoskir sparkspekingar hafa áhyggjur af stöðu skoska landsliðsins eftir að liðið mátti þola 1-3 tap gegn Íslandi í vináttulandsleik í gær.

Lið í tyrknesku úrvalsdeildinni búið að kaupa Loga
Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Logi Tómasson hefur verið keyptur til tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Samunspor frá Strömsgodset í Noregi.

Lárus Orri fann ekki til með markverði Skota
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann Skota 3-1 í vináttulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi en markvörður Skota átti hræðilegan dag í sínum fyrsta landsleik.

Clarke pirraður og stuttorður í viðtali eftir leik
Steve Clarke, þjálfari skoska karlalandsliðsins í fótbolta, hrósaði íslenska liðinu eftir að Skotland laut í gras fyrir Íslandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld.

„Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri eftir sextíu mínútur“
Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur íslenska liðsins á Skotum í kvöld þegar hann skoraði þriðja markið með flugskalla.

„Við áttum þennan sigur klárlega skilið“
Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi á bragðið þegar liðið fór með sigur af hólmi í vináttulandsleik sínum við Skotland á Hampden Park í kvöld.

Elías Rafn: Gaman að spila fyrir landsliðið aftur
Elías Rafn Ólafsson stóð sig vel í marki íslenska liðsins í 3-1 sigrinum á Skotum í kvöld. Hann var líka mjög kátur með að fá tækifærið hjá Arnari Gunnlaugssyni.

„Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“
Arnar Bergmann Gunnlaugsson gat týnt fjölmargt jákvætt úr sigri íslenska karlalandsliðsins geng Skotlandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. Arnar Bergmann var að vinna sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska liðsins.

Uppgjörið: Skotland - Ísland 1-3 | Fyrsti sigur Arnars Bergmanns við stjörnvölinn hjá íslenska liðinu
Ísland bar sigurorð af Skotlandi þegar liðin áttust við í vináttulandsleik í fótbolta karla á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-1 íslenska liðinu í vil.

Sjáðu mörk íslenska liðsins á móti Skotum
Íslenska landsliðið er búið að skora þrjú mörk hjá Skotum á Hampden Park í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld.

Arnar gerir sex breytingar frá tapinu á móti Kosóvó
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleikinn við Skota á Hampden Park í kvöld.

Robertson um Íslendinga: „Augljóslega ósáttir eins og við“
Liverpool-bakvörðurinn Andy Robertson, fyrirliði skoska landsliðsins, segir Skota verða að sýna íslenska liðinu virðingu í kvöld. Stefnan sé að sjálfsögðu á sigur fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna á Hampden Park.

„Menn eru búnir að læra“
Arnar Gunnlaugsson fór illa af stað í starfi sem landsliðsþjálfari með tveimur töpum gegn Kósovó en segir liðið komið lengra á veg núna. Framundan í kvöld er æfingaleikur gegn Skotlandi fyrir framan fimmtíu þúsund manns á hinum sögufræga Hampden Park.