Íslendingar erlendis Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Merkúr Máni Hermannsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, nældi sér í brons með íslenska landsliðinu í Ólympíukeppninni í líffræði í Filippseyjum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Ísland vinnur til verðlauna í keppninni. Innlent 27.7.2025 08:54 „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Íslensk kona lenti í lífsháska þegar öndunarvegur hennar lokaðist á leið í grunnbúðir Everest. Ellefu sjerpar báru hana í fjóra tíma áður en hún var flutt með þyrlu til Katmandú. Við útskrift af spítala var ferðatrygging hennar ekki tekin gild svo hún þurfti sjálf að leggja út 1,4 milljón króna. Sjóvá greiddi henni peninginn til baka en hún furðar sig á vinnubrögðunum. Lífið 27.7.2025 07:06 Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Íslensk kona sem var stödd í Íran þegar Ísraelsher hóf árásir á landið í júní komst ekki úr landinu og til Dúbaí, þar sem hún er búsett, fyrr en mánuði síðar. Hún lýsir miklum ótta og ringulreið í tólf daga stríðinu sem fylgdi. Innlent 26.7.2025 10:32 Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Keyrt var á tvo íslenska stráka í Norður-Makedóníu þegar þeir æfðu fyrir keppni í götuhjólreiðum. Líðan þeirra er sögð góð eftir atvikum. Innlent 25.7.2025 15:33 „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. Innlent 24.7.2025 23:05 Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Listamaðurinn Odee Friðriksson er hvergi af baki dottinn í baráttu sinni við Samherja vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Hann ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni hans. Þá segir hann fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málinu villandi. Innlent 24.7.2025 15:58 Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson þurfti að hætta sundi sínu yfir Ermarsundið af öryggisástæðum. Hann ætlaði sér að synda sundið til styrktar Píetasamtakanna. Innlent 24.7.2025 10:59 Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sigurgeir Svanbergsson lærði að synda skriðsund á YouTube fyrir fáeinum árum en syndir Ermarsundið í fyrramálið. Hann hefur verið veðurtepptur í Dover undanfarna daga en hann hefur aðeins vikuglugga til að klára þrekvirkið. Innlent 22.7.2025 12:15 Ástin sveif yfir ítölskum vötnum „Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur. Lífið 22.7.2025 07:03 Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei, ekki stökkva,“ segir ævintýrakonan Svanhildur Heiða Snorradóttir. Hún heillaðist algjörlega að fallhlífarstökki þegar hún var búsett í Miðausturlöndum og ræddi við blaðamann um þetta mjög svo spennandi áhugamál. Lífið 21.7.2025 11:42 Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu. Bíó og sjónvarp 20.7.2025 09:19 Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Tvítug kona segist enn vera að jafna sig á vopnaðri árás sem hún varð fyrir á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu í febrúar. Hún lýsir því að hafa brugðist við með ofbeldi fremur en ótta, og lifði atvikið af þökk sé aðkomu ókunnugra kvenna. Lífið 20.7.2025 08:01 Bragason leikur Zeldu prinsessu Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Lífið 18.7.2025 11:51 Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Frakki úr íslensku fiskileðri fyrirtækisins Nanna Lín birtist í annað sinn í breska tískutímaritinu Vogue nú á dögunum. Er um að ræða samstarfsverkefni á milli Sigrúnar Bjarkar Ólafsdóttir og Nanna Lín teymisins sem virðist vekja athygli víða um tískuheiminn. Tíska og hönnun 16.7.2025 11:33 „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Yfir hundrað íslenskir dansarar héldu af stað í byrjun júlí til Spánar og kepptu í gríðarstórri alþjóðlegri danskeppni. Rétt rúmlega fimmtíu þeirra fóru á vegum Ungleikhússins en mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Eigandi Ungleikhússins átti í mestu vandræðum með að koma öllum verðlaununum aftur til Íslands. Lífið 15.7.2025 15:00 Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Tíska og hönnun 15.7.2025 12:23 „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast. Lífið 15.7.2025 07:01 Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Lífið 14.7.2025 13:41 Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Sólin heiðraði okkur með nærveru sinni um helgina og ástin sveif yfir vötnum í ótal brúðkaupum. Stjörnur landsins héldu áfram að njóta lífsins til hins ítrasta hérlendis og erlendis, hvort sem það var í sundfötum eða fullklædd. Lífið 14.7.2025 09:51 „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. Lífið 12.7.2025 07:02 „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Fótbolti 9.7.2025 11:32 Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. Viðskipti innlent 8.7.2025 20:37 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Fótbolti 8.7.2025 18:57 Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur komið sér vel fyrir í íbúð sinni í New York í Bandaríkjunum. Hún setti sér það markmið að koma sér fyrir á innan við viku sem henni tókst með glæsibrag. Lífið 8.7.2025 16:19 „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03 Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Viðskipti innlent 7.7.2025 16:01 Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki. Ferðalög 6.7.2025 09:00 Var orðið að spurningu um líf og dauða „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir. Lífið 5.7.2025 07:02 „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Innlent 3.7.2025 15:31 Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Fjórtán fengu úthlutun fræðimannsíbúðar Jónshúss í Kaupmannahöfn frá ágústlokum í ár til sama tíma 2026. Alls bárust 58 gildar umsóknar og meðal þeirra sem fengu úthlutað eru Eiríkur Bergmann, Salvör Nordal, Sigrún Eldjárn og Brynja Þorgeirsdóttir. Innlent 3.7.2025 15:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 78 ›
Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Merkúr Máni Hermannsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, nældi sér í brons með íslenska landsliðinu í Ólympíukeppninni í líffræði í Filippseyjum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Ísland vinnur til verðlauna í keppninni. Innlent 27.7.2025 08:54
„Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Íslensk kona lenti í lífsháska þegar öndunarvegur hennar lokaðist á leið í grunnbúðir Everest. Ellefu sjerpar báru hana í fjóra tíma áður en hún var flutt með þyrlu til Katmandú. Við útskrift af spítala var ferðatrygging hennar ekki tekin gild svo hún þurfti sjálf að leggja út 1,4 milljón króna. Sjóvá greiddi henni peninginn til baka en hún furðar sig á vinnubrögðunum. Lífið 27.7.2025 07:06
Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Íslensk kona sem var stödd í Íran þegar Ísraelsher hóf árásir á landið í júní komst ekki úr landinu og til Dúbaí, þar sem hún er búsett, fyrr en mánuði síðar. Hún lýsir miklum ótta og ringulreið í tólf daga stríðinu sem fylgdi. Innlent 26.7.2025 10:32
Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Keyrt var á tvo íslenska stráka í Norður-Makedóníu þegar þeir æfðu fyrir keppni í götuhjólreiðum. Líðan þeirra er sögð góð eftir atvikum. Innlent 25.7.2025 15:33
„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. Innlent 24.7.2025 23:05
Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Listamaðurinn Odee Friðriksson er hvergi af baki dottinn í baráttu sinni við Samherja vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Hann ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni hans. Þá segir hann fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málinu villandi. Innlent 24.7.2025 15:58
Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson þurfti að hætta sundi sínu yfir Ermarsundið af öryggisástæðum. Hann ætlaði sér að synda sundið til styrktar Píetasamtakanna. Innlent 24.7.2025 10:59
Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sigurgeir Svanbergsson lærði að synda skriðsund á YouTube fyrir fáeinum árum en syndir Ermarsundið í fyrramálið. Hann hefur verið veðurtepptur í Dover undanfarna daga en hann hefur aðeins vikuglugga til að klára þrekvirkið. Innlent 22.7.2025 12:15
Ástin sveif yfir ítölskum vötnum „Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur. Lífið 22.7.2025 07:03
Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei, ekki stökkva,“ segir ævintýrakonan Svanhildur Heiða Snorradóttir. Hún heillaðist algjörlega að fallhlífarstökki þegar hún var búsett í Miðausturlöndum og ræddi við blaðamann um þetta mjög svo spennandi áhugamál. Lífið 21.7.2025 11:42
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu. Bíó og sjónvarp 20.7.2025 09:19
Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Tvítug kona segist enn vera að jafna sig á vopnaðri árás sem hún varð fyrir á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu í febrúar. Hún lýsir því að hafa brugðist við með ofbeldi fremur en ótta, og lifði atvikið af þökk sé aðkomu ókunnugra kvenna. Lífið 20.7.2025 08:01
Bragason leikur Zeldu prinsessu Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Lífið 18.7.2025 11:51
Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Frakki úr íslensku fiskileðri fyrirtækisins Nanna Lín birtist í annað sinn í breska tískutímaritinu Vogue nú á dögunum. Er um að ræða samstarfsverkefni á milli Sigrúnar Bjarkar Ólafsdóttir og Nanna Lín teymisins sem virðist vekja athygli víða um tískuheiminn. Tíska og hönnun 16.7.2025 11:33
„Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Yfir hundrað íslenskir dansarar héldu af stað í byrjun júlí til Spánar og kepptu í gríðarstórri alþjóðlegri danskeppni. Rétt rúmlega fimmtíu þeirra fóru á vegum Ungleikhússins en mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Eigandi Ungleikhússins átti í mestu vandræðum með að koma öllum verðlaununum aftur til Íslands. Lífið 15.7.2025 15:00
Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Tíska og hönnun 15.7.2025 12:23
„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast. Lífið 15.7.2025 07:01
Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Lífið 14.7.2025 13:41
Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Sólin heiðraði okkur með nærveru sinni um helgina og ástin sveif yfir vötnum í ótal brúðkaupum. Stjörnur landsins héldu áfram að njóta lífsins til hins ítrasta hérlendis og erlendis, hvort sem það var í sundfötum eða fullklædd. Lífið 14.7.2025 09:51
„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. Lífið 12.7.2025 07:02
„Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Fótbolti 9.7.2025 11:32
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. Viðskipti innlent 8.7.2025 20:37
Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Fótbolti 8.7.2025 18:57
Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur komið sér vel fyrir í íbúð sinni í New York í Bandaríkjunum. Hún setti sér það markmið að koma sér fyrir á innan við viku sem henni tókst með glæsibrag. Lífið 8.7.2025 16:19
„Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Viðskipti innlent 7.7.2025 16:01
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki. Ferðalög 6.7.2025 09:00
Var orðið að spurningu um líf og dauða „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir. Lífið 5.7.2025 07:02
„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Innlent 3.7.2025 15:31
Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Fjórtán fengu úthlutun fræðimannsíbúðar Jónshúss í Kaupmannahöfn frá ágústlokum í ár til sama tíma 2026. Alls bárust 58 gildar umsóknar og meðal þeirra sem fengu úthlutað eru Eiríkur Bergmann, Salvör Nordal, Sigrún Eldjárn og Brynja Þorgeirsdóttir. Innlent 3.7.2025 15:00