Hollywood

Fréttamynd

Sandler vinnur að Happy Gilmore 2

Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson

Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Lífið
Fréttamynd

Gerðu hús­leit hjá Did­dy í Los Angeles og Miami

Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna.

Erlent
Fréttamynd

Bað hennar við sól­setrið á 100 mánaða af­mælinu

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

M. Emmet Walsh látinn

Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Skilin

Skilnaður Ariönu Grande og Dalton Gomez er genginn í gegn. Hjónin sóttu um skilnað síðasta haust eftir þriggja ára hjónaband.

Lífið
Fréttamynd

Játar sekt í Yellow­stone-máli

Írski stórleikarinn Pierce Brosnan hefur játað sök í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Kim vand­ræða­leg á tón­leikum með nýrri eigin­konu Kanye

Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi.

Lífið
Fréttamynd

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum

Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Natalie Portman segir skilið við Millepied

Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng.

Lífið
Fréttamynd

Stubbasólin eignast eigið barn

Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Vopnavörðurinn fundin sek um mann­dráp af gá­leysi

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið fundin sek um manndráp af gáleysi vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alec Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Kyssti eigin­manninn í skugga skandals

Kryddpían Geri Halliwell mætti á fyrstu keppni formúlunnar í ár í Bahrain í gær til að vera viðstödd keppnina ásamt eiginmanni sínum Christian Horner. Um stuðningsyfirlýsingu er að ræða að sögn erlendra miðla.

Lífið