Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ekki meira en bara vinir

Austin Butler, einn heitasti leikarinn í Hollywood, segist ekki eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og hlaðvarpsstýruna Emily Ratajkowski, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir. Hann segir þau bara vini en Butler sjálfur sé þó að leita að ástinni.

Lífið
Fréttamynd

Ríg­hélt í sígarettuna niður tískupallinn

Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Æstur að­dáandi óð í Grande

Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Slær á sögu­sagnirnar með lúmskum skila­boðum

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner slær á sögusagnir um að hún og leikarinn Timothée Chalamet hafi hætt saman. Orðrómarnir spruttu upp eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner

Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar.

Lífið
Fréttamynd

Leik­konan Sally Kirkland er látin

Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Kim féll

Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum.

Lífið
Fréttamynd

Hafnar á­sökunum um dónamyndir og segir þver­öfugt farið

Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvik­mynda­gerðar­konunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner fagnaði sjötíu ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birtu þrjár elstu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlægar færslur á samfélagsmiðlum þar sem þær heiðruðu móður sína. Allar virðast þær líta mikið upp til móður sinnar, sem þær lýsa sem mikilli fyrirmynd.

Lífið
Fréttamynd

Aniston hefur fundið ástina á ný

Leikkonan Jennifer Aniston opinberaði samband sitt við dáleiðarann Jim Curtis í gær þegar hún birti fallega mynd af þeim saman á Instagram í tilefni af 50 ára afmæli hans.

Lífið
Fréttamynd

Leik­konan Diane Ladd er látin

Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter.

Lífið
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tók tíu klukku­stundir að komast í búninginn

Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum.

Lífið
Fréttamynd

Tchéky Karyo látinn

Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Barnastjarna bráðkvödd

Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air.

Bíó og sjónvarp