Hollywood

Fréttamynd

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman

Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par.

Lífið
Fréttamynd

Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið

Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun.

Lífið
Fréttamynd

Nomadland sópaði til sín BAFTA verð­launum

Kvikmyndin Nomadland er sögð sigurvegari BAFTA verðlaunanna en síðara kvöld verðlaunaafhendinga hátíðarinnar fór fram í kvöld. Kvikmyndin hlaut fern verðlaun, besta kvikmyndin, besta aðalleikkonan, besti leikstjóri og besta kvikmyndun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Auð­ævi Kim Kar­dashian nú metin á milljarð dala

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir lækni hafa stækkað brjóst hennar án sam­þykkis

Bandaríska leikkonan Sharon Stone segir að skurðlæknir hafi sett í hana stærri brjóstapúða en hún hafði samþykkt, í aðgerð sem hún gekkst undir árið 2001, í kjölfar þess að góðkynja æxli voru fjarlægð úr brjóstum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun

24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers.

Erlent
Fréttamynd

Kveðst hafa sannanir fyrir heimilis­of­beldi af hálfu Pitts

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie segist hafa sannanir fyrir því að hún hafi þurft að þola heimilisofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, Brads Bitt. Þetta kemur fram í skjölum sem Jolie á að hafa lagt fyrir dómara, en þau Jolie og Pitt deila enn um framfærslu og meðlags vegna barna sinna sex.

Lífið
Fréttamynd

Missti sjónina tíma­bundið eftir of stóran skammt 2018

Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag.

Lífið
Fréttamynd

Það var enginn með henni í liði

Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.