Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 22.12.2025 15:29
Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun ávarpa bresku þjóðina í árlegu hátíðarávarpi sem sýnt er á Channel 4 sjónvarpsstöðinni. Þar mun hann rifja upp árið sem er að líða og þegar þáttur hans var tekinn af dagskrá um stund. Lífið 22.12.2025 11:30
Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi. Bíó og sjónvarp 22.12.2025 10:18
Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Óskarsverðlaununum verður streymt á YouTube frá og með 2029. Verðlaunin hafa hingað til verið sýnd á sjónvarpsstöðinni ABC. Lífið 17. desember 2025 19:57
Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Forsetahjónin fyrrverandi Barack og Michelle Obama ætluðu að hitta Rob og Michele Reiner daginn sem þau voru drepin. Michelle segir hjónin hvorki hafa verið trufluðu né klikkuð heldur ástríðufullt og hugrakkt fólk. Lífið 17. desember 2025 10:03
Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Það var nuddari sem gerði dóttur Rob og Michele Reiner viðvart, þegar hún bankaði uppá á heimili þeirra á sunnudaginn en fékk engin viðbrögð. Romy Reiner, 28 ára, kom á vettvang stuttu síðar ásamt vini sínum. Hún fór inn en kom aftur út skömmu síðar, eftir að hafa fundið föður sinn látinn. Erlent 17. desember 2025 08:23
Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Nick Reiner hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína þau Rob og Michele Reiner. Þetta tilkynnti héraðssaksóknarinn Nathan Hochman í Los Angeles borg á blaðamannafundi nú í kvöld en Nick er talinn hafa notað hníf til verksins. Erlent 16. desember 2025 21:56
Bestu myndir Robs Reiner Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan. Bíó og sjónvarp 16. desember 2025 13:51
Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Bandaríski leikstjórinn Rob Reiner og sonur hans Nick Reiner hnakkrifust í jólapartýi hjá grínistanum Conan O' Brien á laugardagskvöldið, daginn áður en Rob fannst myrtur á heimili sínu ásamt eiginkonunni Michele Singer Reiner. Erlent 15. desember 2025 20:49
Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andúð leikstjórans Robs Reiner á sér hafi leitt til þess að hann hafi verið myrtur. Ekkert liggur fyrir um tilefni þess að Reiner og Michele eiginkona hans voru myrt en fregnir hafa borist af því að sonur þeirra hafi verið handtekin og sé grunaður um að hafa framið morðin. Erlent 15. desember 2025 15:21
Spjótin beinast að syni Reiners Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall. Erlent 15. desember 2025 12:38
Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Leikstjórinn Rob Reiner fannst látinn í gær á heimili sínu í Los Angeles, ásamt eiginkonu sinni. Talið er að þau hafi verið myrt. Erlent 15. desember 2025 05:57
Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Bandaríska grínleikkonan Amy Schumer hefur bæst í hóp einhleypra kvenna í Hollywood. Hún tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að leiðir hennar og framleiðandans Chris Fischer hafi skilið. Lífið 13. desember 2025 16:43
Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. Bíó og sjónvarp 13. desember 2025 11:44
Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bandaríski leikarinn Peter Greene, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction, er látinn. Greene varð sextugur í október. Bíó og sjónvarp 13. desember 2025 09:43
Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Klámleikkonan Bonnie Blue, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, slapp við þungan dóm í Indónesíu og þarf einungis að greiða sekt sem nemur um 1500 íslenskum krónum. Hún verður jafnframt að yfirgefa landið og flýgur á brot í kvöld. Lífið 12. desember 2025 16:15
Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk. Lífið 11. desember 2025 10:48
Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson, sem urðu að Hollywood-stjörnum með Hungurleikafjórleiknum frá 2012 til 2015, munu snúa aftur í seríuna í nýrri mynd sem fjallar um Haymitch Abernathy, læriföður Katniss Everdeen. Bíó og sjónvarp 11. desember 2025 09:37
Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Ástin blómstraði sem aldrei fyrr í Hollywood á árinu sem er senn að líða og brjálæðislega kostnaðarsöm brúðkaup vöktu athygli á heimsvísu í bland við einlægri athafnir. Lífið 10. desember 2025 20:00
Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Russell Crowe, sem lék skylmingaþrælinn Maximus Decimus Meridius í Gladiator fyrir kvartöld síðan, segir fólkið sem stóð að framhaldinu ekki hafa skilið hvað gerði upphaflegu myndina góða. Það hafi ekki verið pompið, praktið eða hasarinn heldur siðferðislegur kjarni söguhetjunnar. Bíó og sjónvarp 10. desember 2025 16:13
Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Fyrrum fyrirsætan, sjónvarpskonan, tískugúrúinn og athafnakonan Kimora Lee Simmons fékk vægt taugaáfall þegar hún komst að því að 23 ára dóttir hennar væri farin að slá sér upp með 44 árum eldri karlmanni. Lífið 9. desember 2025 15:03
Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 9. desember 2025 11:38
Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. Tíska og hönnun 9. desember 2025 09:00
Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 8. desember 2025 15:12