Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Aðalleikarar geysivinsælu þáttanna Heated Rivalry hafa verið valdir sem formlegir kyndilberar Vetrarólympíuleikanna sem hefjast í febrúar. Lífið 22.1.2026 15:01
Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í beinu streymi í dag. Hryllingsmyndin Sinners sló þar met yfir flestar tilnefningar, sextán talsins, en þar á eftir kom spennumyndin One Battle After Another með þrettán tilnefningar. Bíó og sjónvarp 22.1.2026 13:27
Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin. Bíó og sjónvarp 22.1.2026 11:22
Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið 19.1.2026 20:45
Fagna tíu árum af ást Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr. Lífið 19. janúar 2026 16:03
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2026 07:00
Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni. Menning 14. janúar 2026 16:17
Rosalia komin með skvísu upp á arminn Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn. Lífið 14. janúar 2026 10:48
Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Leikarinn Kiefer Sutherland, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum 24 og Designated Survivor, var handtekinn í Los Angeles á mánudag grunaður um líkamsárás á bílstjóra. Lífið 14. janúar 2026 07:16
Diddy selur svörtu einkaþotuna Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi. Lífið 13. janúar 2026 12:33
Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin. Lífið 12. janúar 2026 08:13
Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Kurteisisleg viðbrögð Laufeyjar Línar Jónsdóttur við því þegar ljósmyndarar kölluðu hana „Megan“ á rauða dreglinum fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina hefur vakið athygli erlendra miðla. Tónlist 12. janúar 2026 06:55
Fresta tökum á Love Island All Stars Tökum á nýjustu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinum Love Island All Stars hefur verið frestað vegna gróðurelda í Suður-Afríku. Glæsihýsið sem keppendurnir eiga að dvelja í hefur verið rýmt. Lífið 11. janúar 2026 11:57
„Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlistarkonan Britney Spears segist aldrei munu stíga á svið aftur í Bandaríkjunum. Ástæðurnar gefur hún ekki upp, málið sé viðkvæmt. Hún segist þó spennt fyrir því að koma fram erlendis á næstunni og nefnir þar bæði Bretlandseyjar og Ástralíu. Tónlist 9. janúar 2026 15:23
Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Hollywood leikkonan Ashley Tisdale segist hafa tekið þátt í mömmuhópi þar sem stemningin var eitruð og hún gjarnan útilokuð. Í hópnum er meðal annars kollegi hennar og fyrrum barnastjarnan Hillary Duff en eiginmaður hennar segir Tisdale bæði sjálfhverfa og taktlausa. Lífið 8. janúar 2026 13:48
Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2026 11:16
Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6. janúar 2026 15:29
Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Nathan Chasing Horse, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Smiles A Lot í kvikmyndinni Dansar við úlfa, frá 1990, var fjarlægður úr dómsal í Nevada í gær. Þar á að rétta yfir honum fyrir ýmis kynferðisbrot gegn bæði konum og stúlkum í gegnum árin en hann var með læti í dómsal og krafðist þess að fá að reka eigin lögmann, viku áður en réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast. Erlent 6. janúar 2026 15:17
Béla Tarr er látinn Ungverski leikstjórinn Béla Tarr, sem er þekktastur fyrir myndirnar Sátántangó og Turin-hestinn, er látinn sjötíu ára að aldri. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2026 14:51
Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. Gagnrýni 6. janúar 2026 07:00
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5. janúar 2026 20:38
Játaði ást sína á Jenner Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner. Bíó og sjónvarp 5. janúar 2026 11:59
Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Fiðluleikarinn Brian King Joseph hefur kært leikarann og tónlistarmanninn Will Smith fyrir kynferðislega áreitni, ólögmæta uppsögn og hefndaraðgerðir. Lífið 2. janúar 2026 23:37
Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2026 16:32
Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Will Ferrell vakti mikla lukku á leik Los Angeles Kings við Tampa Bay Lightning í NHL-deildinni í íshokkí vestanhafs í gær. Sport 2. janúar 2026 16:17