Viðreisn

Fréttamynd

Meira að segja for­maður Við­reisnar

Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðarnefnd lifir og for­maðurinn fær tvær milljónir á ári

Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun

Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Hversu lítill fiskur yrðum við?

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa.

Skoðun
Fréttamynd

Tor­færur, hossur og hristingar!

Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Logi for­dæmir um­mæli Jóns Gnarr um Vísi

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum

Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Bað for­seta að taka „stjórnar­liða á skóla­bekk og tukta þá til“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita.

Innlent
Fréttamynd

Stærð er ekki mæld í senti­metrum

Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni.

Skoðun
Fréttamynd

Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikil­vægari en aðrir

Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Þor­björg um sér­stakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“

Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er vondur klukku­tími hér í þessum þing­sal“

Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er verið að leið­rétta?

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld?

Skoðun
Fréttamynd

Skipu­lögð brota­starf­semi er komin til að vera

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Litlu ljósin á Gaza

Á undan kvöldfréttum RÚV birtast okkur skjámyndir sem eru einhver konar skjáskot af því sem ber hæst hverju sinni. Fyrir nokkrum dögum síðan gat maður séð í slíku skjáskoti ánægð saklaus íslensk börn dansandi á leiksviði. Það yljaði en bara í nokkrar sekúndur.

Skoðun
Fréttamynd

„Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mann­úð á Gasa“

„Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. 

Fréttir
Fréttamynd

Sex evrópskir utan­ríkis­ráð­herrar skora á Ísrael

Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið.

Innlent
Fréttamynd

Staðið með þjóðinni

Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á.

Skoðun
Fréttamynd

Boðar brottfararstöð fyrir hælis­leit­endur

Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst hélt ég að þetta væri eitt­hvað grín“

Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið

Innlent
Fréttamynd

Ör­lög Úkraínu varða frið og öryggi á Ís­landi

Í dag er ár liðið frá því Alþingi samþykkti með þverpólitískri samstöðu þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu til ársins 2028. Í þingsályktuninni segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu sé alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja. Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu standi stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfið og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á.

Skoðun
Fréttamynd

Fok­dýr dóms­mál tjónka ekki við ÁTVR

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill þyngri refsingar fyrir al­var­leg kyn­ferðis­brot

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur.

Innlent
Fréttamynd

Vill selja bílastæða­hús borgarinnar og Iðnó

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún  selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar.

Innlent