Kynferðisofbeldi

Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum
Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis.

Framfarir í þágu þolenda ofbeldis
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samstarfi við dómsmálaráðherra, hafa tekið höndum saman í að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis viðeigandi stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu.

Misnotaði litlu systur sambúðarkonu sinnar í sjö ár
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir að misnota litlu systur sambúðarkonu sinnar í sjö ár, frá því að stúlkan var ellefu ára gömul þar til hún var átján ára. Maðurinn braut meðal annars á stúlkunni á meðan að sambúðarkona hans, systir stúlkunnar, lá í sama rúmi og þau.

Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna
Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna.

Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar.

Skilorðsbundin refsing fyrir vörslu grófs teiknaðs barnakláms
Karlmaður var á dögunum dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa haft í vörslum sínum þónokkuð magn teiknaðs barnaníðsefnis. Í dómi segir að efnið hafi verið af afar grófu tagi.

Pamela Anderson segir Tim Allen hafa flassað sig
Í nýrri bók Pamela Anderson, Love, Pamela, sakar hún leikarann Tim Allen um að hafa berað sig fyrir framan sig á tökustað þáttanna Home Improvement. Allen hefur neitað ásökunum Anderson.

Rannsaka ásakanir þess efni að leikmaður hafi sett fingur í endaþarm mótherja
Knattspyrnusambandið i Nottingham-skíri rannsakar mál frá 8. janúar þar sem leikmaður í Sunnudagsdeildinni (e. Sunday league) á að hafa stungið fingri, eða fingrum, upp í endaþarm leikmanns í liði andstæðinganna.

Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi.

Dani Alves handtekinn fyrir kynferðislega áreitni
Dani Alves, sigursælasti fótboltamaður sögunnar, var handtekinn í morgun, sakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega á klósetti á skemmtistað í Barcelona.

262 nauðganir tilkynntar árið 2022
Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur.

Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga.

Forseti franska knattspyrnusambandsins sakaður um kynferðislega áreitni
Forseti franska knattspyrnusambandsins, Noël Le Graët, er til rannsóknar vegna kynferðislegrar áreitni.

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020.

Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate
Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um.

Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar
Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Reynsla íslenskra karlmanna af slaufun: „Ég fékk morðhótanir og fólk var að segja mér að drepa mig“
„Að geta bara ekkert gert, geta ekki borið hönd fyrir höfuð mér, geta ekki sagt neitt og vera bara dæmdur og einhvern veginn ærulaus og ónýtur. Það var það erfiðasta,“ segir íslenskur karlmaður sem varð fyrir slaufun eftir að hafa verið ásakaður opinberlega um kynferðisofbeldi.

Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot
Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot.

Ákærður fyrir að brjóta á konu sem lá sofandi í rúmi sínu
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem kona nokkur lá sofandi og brotið kynferðislega á henni. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar.

Maðurinn sem skrifaði afdrifaríkustu frétt fjölmiðlasögunnar
„Ég heiti Andri Ólafsson og árið 2006 var ég blaðamaður á DV,“ segir viðmælandi þeirra Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur í nýjum þætti í hlaðvarpinu Eftirmál.