Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

„Ég er sá sem getur fellt hann“

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur hafnaði kröfum hópnauðgara

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mál á hendur starfs­manni Múlaborgar hafið

Ákæra á hendur starfsmanni leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum, var þingfest í morgun. Afstaða hans til sakargiftanna liggur ekki fyrir. Þá liggur efni ákærunnar ekki fyrir að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Small­vil­le-leik­kona opnar sig í fyrsta sinn um að­komu sína að kyn­lífssér­trúarsöfnuðinum

Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur em­bættum

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu

Innlent
Fréttamynd

Reikna með tveggja daga aðal­með­ferð í máli Alberts

Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Múlaborgar á­kærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins

Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu.

Innlent
Fréttamynd

Að jafnaði til­kynnt um tólf kyn­ferðis­brot í hverri viku

Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Refsi­dómi Diddy verði á­frýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Gaf í skyn gróft kyn­líf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að ganga í skrokk á konu sem vildi stunda með honum kynlíf. Þótt Bjarki hefði gefið í skyn að vilja stunda gróft kynlíf var talið ljóst að hann gekk langt fram yfir þau mörk sem konan hefði samþykkt. Konan segist tveimur og hálfu ári síðar enn finna verki sem minna hana daglega á barsmíðarnar. 

Innlent
Fréttamynd

Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mál leið­beinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ian Watkins myrtur af sam­föngum

Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.

Erlent
Fréttamynd

Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot

Refsing yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var ákærður fyrir að nauðga Gisele Pelicot meðan hún lá meðvitundarlaus hefur verið þyngd úr níu ára fangelsi í tíu ár.

Erlent
Fréttamynd

Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd

„Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd.

Innlent