Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Sjálf­stæðis­stefnan til varnar einka­fram­takinu

Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin.

Skoðun
Fréttamynd

Velferð allra landsmanna

Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu.

Innlent
Fréttamynd

„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins

Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi.

Innlent
Fréttamynd

Björgum heil­brigðis­kerfinu

Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun).

Skoðun
Fréttamynd

Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind deilir hart á Njál Trausta

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona gagnrýnir harðlega málflutning Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um ágæti fiskeldis á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu

Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert nýtt undir sólinni

Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjar verða breytingarnar við landamærin?

Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin.

Innlent
Fréttamynd

Þjónandi forysta

Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni.

Innlent
Fréttamynd

Á Íslandi heitir báknið Sjálfstæðisflokkur

Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur Íslands. Við búum í samfélagi sem að mestu er mótað eftir hugmyndum þess flokks eða þoli hans gagnvart kröfum annara, ekki síst kröfum skipulagðrar verkalýðsbaráttu.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.