Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 17:57 Umræðan um göng milli meginlandsins og Vestmannaeyja hefur staðið í fjölda ára. Vísir/Vilhelm Félagið Eyjagöng ehf. hefur verið stofnað til að leiða jarðrannsóknir milli lands og Heimaeyjar vegna mögulegrar jarðgangagerðar. Forsvarsmaður verkefnisins segist hafa fengið góðar undirtektir frá bæði fyrirtækjum og sveitarfélögum vegna verkefnisins. Á síðasta ári skilaði starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins skýrslu um Vestmannaeyjagöng en helsta niðurstaðan þar var að þörf væri á ítarlegum jarðfræðirannsóknum áður en hægt væri að ákveða hvort slík göng væru fýsileg. „Þetta er þannig að það er búið að skrifa margar skýrslur og fjallað oft um þetta, bæði á þingi og svo starfshópur á vegum síðasta samgönguráðherra, sem allir segja það sama, að þetta sé mögulegt en það þurfi frekari rannsóknir,“ segir Árni Sigfússon, forsvarsmaður nýstofnaða félagsins Eyjagöng ehf. Til stendur að bora tvær holur, annars vegar við Kross í Landeyjum og hins vegar á Heimaey, með aðstoð sérfræðinga og Vegagerðarinnar. Að sögn Árna hafa viðeigandi sveitarfélög tekið vel í rannsóknina en þó eigi þau eftir að taka málið formlega fyrir. Einnig séu það fyrirtæki og einstaklingar sem standi að baki félaginu. Í tilkynningu frá Eyjagöngum, sem Eyjafréttir greindu frá, segir að félagið hyggist afla tvö hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu. Nú þegar liggi fyrir hlutafjárloforð sem nema rúmum hundrað milljónum. Þá er fyrirhugaður kynningarfundur um miðjan janúar þar sem verkefnið verður kynnt ítarlega og landsmönnum gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlut í félaginu. Vestmannaeyjar Jarðgöng á Íslandi Rangárþing eystra Samgöngur Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Á síðasta ári skilaði starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins skýrslu um Vestmannaeyjagöng en helsta niðurstaðan þar var að þörf væri á ítarlegum jarðfræðirannsóknum áður en hægt væri að ákveða hvort slík göng væru fýsileg. „Þetta er þannig að það er búið að skrifa margar skýrslur og fjallað oft um þetta, bæði á þingi og svo starfshópur á vegum síðasta samgönguráðherra, sem allir segja það sama, að þetta sé mögulegt en það þurfi frekari rannsóknir,“ segir Árni Sigfússon, forsvarsmaður nýstofnaða félagsins Eyjagöng ehf. Til stendur að bora tvær holur, annars vegar við Kross í Landeyjum og hins vegar á Heimaey, með aðstoð sérfræðinga og Vegagerðarinnar. Að sögn Árna hafa viðeigandi sveitarfélög tekið vel í rannsóknina en þó eigi þau eftir að taka málið formlega fyrir. Einnig séu það fyrirtæki og einstaklingar sem standi að baki félaginu. Í tilkynningu frá Eyjagöngum, sem Eyjafréttir greindu frá, segir að félagið hyggist afla tvö hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu. Nú þegar liggi fyrir hlutafjárloforð sem nema rúmum hundrað milljónum. Þá er fyrirhugaður kynningarfundur um miðjan janúar þar sem verkefnið verður kynnt ítarlega og landsmönnum gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlut í félaginu.
Vestmannaeyjar Jarðgöng á Íslandi Rangárþing eystra Samgöngur Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira