Reykjanesbær

Fréttamynd

Lang­þráð nýtt líf Helgu­víkur í boði NATO

Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda.

Innlent
Fréttamynd

Gatna­gerðar­gjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði

Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæti þýtt aukna við­veru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljarða fjár­festing í Helgu­víkur­höfn vegna NATO

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stað­reyndir um fast­eigna­gjöld í Reykja­nes­bæ

Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ.

Skoðun
Fréttamynd

Hrátt og sjarmerandi ein­býlis­hús listapars í Höfnum

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Enn hækka fasteignaskattar í Reykja­nes­bæ

Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar

Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi.

Skoðun
Fréttamynd

Blása í lúðra vegna at­vinnu­leysis á Suður­nesjum

Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundin eftir sjö vikur á ver­gangi: „Takk hver sem þú ert“

Fjölskylduköttur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ronja, fannst á lífi við Grindavíkurafleggjara Reykjanesbrautar eftir miðnætti, eftir sjö vikur á vergangi. Þórdís Kolbrún þakkar sjálfboðaliðum Villakatta í Reykjanesbæ fyrir björgunina og segist nú formlega vera hluti af kattasamfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Ekið á unga stúlku á Ásbrú

Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasalar og ofurskvísur í Októ­ber­fest stemningu

Það var líf og fjör í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána í Keflavík á dögunum þegar Góðgerðarfest Blue Car var haldin í sjötta sinn. Kvöldið var fjölmennasta til þessa en um þúsund manns tóku þátt í að safna um þrjátíu milljónum króna til góðgerðamála.

Lífið
Fréttamynd

Heitavatnslaust á Suður­nesjum og raf­magns­laust víða um land

Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Sex vilja fyrrum em­bætti Úlfars

Sex sóttu um embætti löreglustjórans á Suðurnesjum. Embættið var auglýst laust til umsóknar eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt svart þarna inni“

Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Odd­vitinn ætlar ekki aftur fram

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram.

Innlent
Fréttamynd

Hvattir til að leggja tíman­lega af stað

Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum

Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn.

Innlent