Reykjanesbær

Rak höfuðið í lögreglubíl við störf og fær bætur
Íslenska ríkið þarf að greiða lögreglumanni sem slasaðist er hann rak höfuðið í þegar hann settist í lögreglubíl tæpar sex milljónir í bætur vegna slyssins.

Fjögurra ára og hámar í sig súrmat
Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk.

Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum
Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina.

Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar
Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur.

Hvalur flæktist í hengingaról
Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga.

Sigríður Pálína er Suðurnesjamaður ársins 2022
Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, er Suðurnesjamaður ársins 2022 að mati Víkurfrétta. Sigríður er sú 33. til að hljóta nafnbótina.

Keflvíkingar gátu loksins blótað þorrann eftir tveggja ára hlé
Þorrablót Keflavíkur var haldið með pompi og prakt um helgina. Átta hundruð manns komu saman í Blue höllinni, íþróttahúsi Keflavíkur og fögnuðu þorranum.

Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“
Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu.

„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“
Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð.

Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð
Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu.

„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna.

Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu
Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum.

„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“
Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum.

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi
Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Nemendur mega taka sér blund í Keili
Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir.

Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt
Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna
Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki.

Skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu slökkvistörf
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út að Holtaskóla í Reykjanesbæ í kvöld vegna elds í gámi á skólalóð skólans. Slökkvistarf tók fljótt af en skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu verkið.

Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn
Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár.