Mexíkó

Glæpasamtök verða að hryðjuverkasamtökum: Mexíkóum líst ekki á ætlanir Trump og segja Bandaríkjamenn hræsnara
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill og ætlar sér að skilgreina stærstu glæpasamtök Mexíkó sem hryðjuverkasamtök gegn vilja yfirvalda Mexíkó.

Evo Morales segir lífi sínu ógnað
Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi.

Morales fær hæli í Mexíkó
Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag.

Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum
Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang.

Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó
Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó.

Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó
Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins.

Altari úr mannabeinum hjá eiturlyfjahring
Lögreglan í Mexíkóborg fann altari, sem að hluta til var gert úr mannabeinum, í athvarfi eiturlyfjahrings. Að sögn lögregluyfirvalda Mexíkóborgar fundust 42 höfuðkúpur, 40 kjálkabein og 31 bein úr hand- eða fótleggjum. Einnig fannst mannsfóstur í krukku í húsinu.

Hamilton með rúmlega níu fingur á titlinum eftir sigur í Mexíkó
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Mexíkó í kvöld.

Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“
Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi.

Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar.

Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun.

Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo
Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt.

Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður
Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi.

Herinn hefndi fyrir lögregluna
Alls hafa 29 manns fallið í skotbardögum á milli öryggissveita Mexíkóhers, lögreglunnar og vopnaðra borgara á aðeins tveimur dögum.

Rændu bæjarstjóranum og drógu hann eftir götunni
Ellefu voru handteknir í mexíkóska bænum Las Margaritas eftir að hafa rænt bæjarstjóranum Jorge Escandon Hernandez, bundið hann aftan í bifreið og dregið hann eftir götum bæjarins. Independent greinir frá.

Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann.

Tveir létust þegar rússíbanavagn fór út af teinunum
Slysið varð þegar aftasti vagn rússíbanans Chimera fór út af teinunum með þeim afleiðingum að farþegar vagnsins féllu til jarðar.

Réttarmeinafræðingar bera kennsl á 44 lík sem fundust í brunni í Mexíkó
Réttarmeinafræðingar í Mexíkó hafa borið kennsl á 44 lík sem grafin voru í brunni í Jalisco ríki.

Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum.

Afnema reglur sem kveða á um hversu lengi börn mega vera í haldi
Fjölskyldum á flótta sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í leyfisleysi gæti verið haldið í haldi landamærayfirvalda til frambúðar samkvæmt nýrri löggjöf sem Bandaríkjastjórn hefur kynnt.