Mexíkó

„Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“
Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til.

Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra.

Leigir forsetavélina fyrir afmæli og brúðkaup
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, segir að hann muni láta leigja út rándýra forsetaflugvél sína, sem hann hefur engan áhuga á að nota, þar sem ekkert hefur gengið að selja hana.

Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta
Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.

Allt að 17 látnir og 22 slasaðir eftir slagsmál á fótboltaleik í Mexíkó
Stöðva þurfti leik Queretaro og Atlas í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Mexíkó eftir að gríðarleg slagsmál brutust út á vellinum. Allt að 17 eru látnir og 22 eru slasaðir.

62 ára prins sakaður um að hafa svindlað sér inn á Ólympíuleikana
Hubertus von Hohenlohe prins elskar það að keppa á Vetrarólympíuleikunum og það hefur hann þegar gert sex sinnum. Það lítur út fyrir að hann haft einhver brögð í tafli til að koma sér inn á Ólympíuleikana sem hefjast í Peking á föstudaginn.

Ætlaði ekki að deyja fyrr en liðið hans hefði unnið titilinn
Edmundo Iniguez er orðinn 91 árs gamall og hefur því lifað tímana tvenna. Hann upplifði hins vegar langþráða stund um helgina.

Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur
Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO

53 látnir eftir umferðarslys í Mexíkó
Að minnsta kosti 53 eru látnir og tugir slasaðir eftir að flutningabíll fór á hliðina í Mexíkó. Svo virðist sem bíllinn hafi verið að flytja ólöglega farendur frá Mið-Ameríku og væntanlega á leið til Bandaríkjanna.

Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi
Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda.

Bein útsending: Málþing um ofbeldi og morð á konum í Mexíkó
Íslandsdeild Amnesty International stendur að málþingi um stöðu kvenna í Mexíkó í dag milli klukkan 12 og 13.

Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði.

Hitti móður sína aftur eftir 14 ára aðskilnað
Ung kona frá Flórída í Bandaríkjunum hitti móður sína í gær, í fyrsta sinn í 14 ár. Faðir hennar er sagður hafa rænt henni og farið með hana til Mexíkó árið 2007. Hún hafði samband við móður sína í gegnum Facebook á dögunum.

Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús
Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum.

Glataðir boltar og léleg logsuða orsök mannskæðs brúarhruns
Sérfræðingar sem rannsaka mannskætt lestarslys sem varð í Mexíkóborg í Mexíkó í maí telja að glataðir boltar og léleg logsuða hafi á verið meðal orsaka þess að slysið varð. 26 létust þegar brú hrundi í þann mund sem lest ók á henni.

Átján ára boxari lést fimm dögum eftir rothögg
Átján ára hnefaleikakona frá Mexíkó, Jeanette Zacarias Zapata, er látin eftir rothögg í bardaga gegn Marie Pier Houle í Montreal á laugardaginn.

Minnst átta látnir vegna fellibyls í Mexíkó
Minnst átta hafa látist svo vitað sé í fellibylnum Grace í austurhluta Mexíkó. Miklar hitabeltisrigningar og vindar hafa orðið til þess að víða er rafmagnslaust og flóð eru víða.

Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum
Ríkisstjórn Mexíkó ætlar að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum vegna þess hve mörg skotvopn berast ólöglega frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Lögsóknin beinist ekki gegn yfirvöldum Bandaríkjanna.

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum
Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Boðar uppbyggingu múrs á landamærum Texas
Ríkisstjóri Texas hefur heitið því að reisa múr við landamæri Texas að Mexíkó. Hann hefur sett milljarð Bandaríkjadala, eða um 122 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið.