Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 19:03 Joaquín Guzmán López far handtekinn í Bandaríkjunum í fyrra. Bræður hans hafa háð blóðuga styrjöld við andstæðinga sína um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum. AP og Getty Sonur hins víðfræga fíkniefnabaróns sem kallast „El Chapo“ er sagður ætla að gangast við sekt í dómsal í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Chicago, eftir að hafa platað fyrrverandi samstarfsfélaga föður síns og annan stofnanda Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. Sonurinn heitir Joaquín Guzmán López en hann var handtekinn ásamt Ismael Zambada, eða „El Mayo“, í Texas í fyrra. Þá hafði Joaquín platað El Mayo, sem stofnaði Sinaloa-glæpasamtökin með El Chapo á sínum tíma, í flugferð sem endaði óvænt í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Joaquín ku hafa verið að gera samning um vægari dóm gegn sér og Ovidio Guzman López, bróður sínum, sem hafði áður verið handtekinn af Bandaríkjamönnum. Bæði Joaquín og El Mayo hafa áður lýst yfir sakleysi gegn ákærum um fíkniefnasmygl, fjárþvætti og brot á lögum um skotvopn. Ovidio gekkst fyrr á árinu við sekt varðandi sambærilegar ákærur. AP fréttaveitan segir það hafa markað vatnaskil í málarekstri stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn leiðtogum Sinaola-samtakanna. Nú er Joaquín sagður ætla að gera það sama í dómsal í Chicago í kvöld. El Chapo var árið 2019 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína og tóku fjórir synir hans við stjórnartaumum hans á Sinaloa-samtökunum. Síðan þeir Joaquín og El Mayou flugu til Bandaríkjanna hafa tveir aðrir synir El Chapo háð blóðuga styrjöld við stuðningsmenn El Mayo um stjórn Sinaloa-glæpasamtakanna. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Styrjöldin hefur komið verulega niður á samtökunum og hafa fregnir borist af því að nýr kókaínkóngur hafi fyllt upp í tómarúmið. Það er maður sem heitir Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“, og stýrir hann samtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel eða JNGC. Fyrr á þessu ári lýsti yfirmaður fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DE) El Mencho sem valdamesta fíkniefnabaróni heims. Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesús Alfredo Guzmán Salazar eru bræðurnir sem berjast gegn stuðningsmönnum El Mayo. Þeir eru sagðir hafa gert samkomulag við El Mencho í lok síðasta árs. Hann hafi útvegað þeim menn, vopn og annað í skiptum fyrir aðgang að smyglleiðum Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. Bandaríkin Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25. ágúst 2025 10:06 Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. 20. maí 2025 22:40 Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. 13. maí 2025 15:50 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Sonurinn heitir Joaquín Guzmán López en hann var handtekinn ásamt Ismael Zambada, eða „El Mayo“, í Texas í fyrra. Þá hafði Joaquín platað El Mayo, sem stofnaði Sinaloa-glæpasamtökin með El Chapo á sínum tíma, í flugferð sem endaði óvænt í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Joaquín ku hafa verið að gera samning um vægari dóm gegn sér og Ovidio Guzman López, bróður sínum, sem hafði áður verið handtekinn af Bandaríkjamönnum. Bæði Joaquín og El Mayo hafa áður lýst yfir sakleysi gegn ákærum um fíkniefnasmygl, fjárþvætti og brot á lögum um skotvopn. Ovidio gekkst fyrr á árinu við sekt varðandi sambærilegar ákærur. AP fréttaveitan segir það hafa markað vatnaskil í málarekstri stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn leiðtogum Sinaola-samtakanna. Nú er Joaquín sagður ætla að gera það sama í dómsal í Chicago í kvöld. El Chapo var árið 2019 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína og tóku fjórir synir hans við stjórnartaumum hans á Sinaloa-samtökunum. Síðan þeir Joaquín og El Mayou flugu til Bandaríkjanna hafa tveir aðrir synir El Chapo háð blóðuga styrjöld við stuðningsmenn El Mayo um stjórn Sinaloa-glæpasamtakanna. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Styrjöldin hefur komið verulega niður á samtökunum og hafa fregnir borist af því að nýr kókaínkóngur hafi fyllt upp í tómarúmið. Það er maður sem heitir Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“, og stýrir hann samtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel eða JNGC. Fyrr á þessu ári lýsti yfirmaður fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DE) El Mencho sem valdamesta fíkniefnabaróni heims. Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesús Alfredo Guzmán Salazar eru bræðurnir sem berjast gegn stuðningsmönnum El Mayo. Þeir eru sagðir hafa gert samkomulag við El Mencho í lok síðasta árs. Hann hafi útvegað þeim menn, vopn og annað í skiptum fyrir aðgang að smyglleiðum Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25. ágúst 2025 10:06 Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. 20. maí 2025 22:40 Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. 13. maí 2025 15:50 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25. ágúst 2025 10:06
Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. 20. maí 2025 22:40
Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. 13. maí 2025 15:50
Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34