Ný dýrasta knattspyrnukona heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 18:02 Lizbeth Ovalle var mjög sigursæl með Tigres UANL og hér er hún með einn af mörgum bikurum sem hún vann með félaginu. EPA/MIGUEL SIERRA Olivia Smith er ekki lengur dýrasta knattspyrnukona heims. Metið hefur skipt ört um hendur síðustu misseri og nú er það komið í hendurnar á mexíkóskri landsliðskonu aðeins mánuði eftir að Smith eignaðist það. Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025 Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025
Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira