Andlát

Andlát

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Diogo Jota lést í bíl­slysi

Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 

Fótbolti
Fréttamynd

Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur

Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað.

Erlent
Fréttamynd

Hörður Svavars­son er látinn

Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Orri Harðar­son er allur

Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017.

Innlent
Fréttamynd

Sly Stone er látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sly Stone, sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, er látinn, 82 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Valerie Mahaffey er látin

Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Margrét Hauks­dóttir er látin

Mar­grét Hauks­dótt­ir, hús­móðir og fyrrverandi ráðherra­frú, varð bráðkvödd í sum­ar­húsi sínu á Hallanda­engj­um í Flóa í fyrra­dag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur Jóhanns­son er látinn

Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Innlent
Fréttamynd

Staupasteinsstjarna er látin

George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Agnes Johansen er látin

Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Joe Don Baker látinn

Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp