Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn stendur með lands­byggðinni

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land - land tæki­færanna

Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm forgangsatriði í mál­efnum fatlaðs fólks

Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Dýr­keypt jóla­gjöf

Það styttist í jólin og væntanlega eru mörg börn sem dunda sér við það þessa dagana að búa til jólagjafalista til að færa foreldrum sínum. Eðli málsins samkvæmt er allur gangur á því hversu mikið verðskyn börnin hafa, og lái þeim hver sem vill.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenska, hvað?

Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl.

Skoðun
Fréttamynd

Óður til kennara

Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt

Vilt þú ráða þinni eigin framtíð? Ráða yfir eigin lífi? Eigin líkama? Fá að ráða hvað þú heitir? Finnst þér nóg komið af skuldum ríkisstjórnarinnar sem þú endar svo á að þurfa að borga?

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­lætis­mál fyrir eldri borgara

Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. 

Skoðun
Fréttamynd

Misbýður um­mæli um sam­hljóm stefnu sinnar og Breiviks

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða.

Innlent
Fréttamynd

Kappleikar: Skörp orða­skipti og skeyta­sendingar

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri.

Lífið
Fréttamynd

Ert þú að velja milli Sam­fylkingar og Við­reisnar?

Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur?

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum breytingar – Kjósum Pírata

Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Er þetta gott plan í heil­brigðis­málum?

Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­legt tæki­færi til breytinga með Sam­fylkingunni

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig getur þú stutt þjóðar­morð?

Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við frjáls­hyggju?

Frjálshyggjan var kölluð gamalfrjálshyggja á millistríðsárunum og hafði mjög svo neikvæða merkingu og þangað skyldi aldrei farið aftur með þjóðfélagsþróunina.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju að kjósa Við­reisn - C fyrir frelsi og frið

Viðreisn hefur lagt á það áherslu að við værum að berjast fyrir málefnum. Við erum ekki að hrauna yfir aðra flokka. Allir hafa rétt á að tjá sig, en við leggjum áherslu á að það sé gert af virðingu og við séum að leita betri lausn. Hjálpast að til að skapa betra samfélag fyrir alla til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri læk – betra skap

Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann.

Skoðun