Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fram­sóknar­menn boða til blaða­manna­fundar

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

Hver er staða fæðuöryggis á Ís­landi?

Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Saka borgar­stjóra um að funda fjarri til að forðast í­búa

Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum ólög­legan flutning barna

Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Vill láta hart mæta hörðu

Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Treystir á að Norður­ál borgi

Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. 

Innlent
Fréttamynd

Kjarninn og hismið

Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barnaskattur Vil­hjálms Árna­sonar

Vilhjálmur Árnason, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði grein sem birt var á þessum vettvangi í gær sem bar fyrirsögnina „Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur“. Þar reyndi hann að mála upp þá mynd að hækkun á vörugjöldum á bifreiðar og innleiðing kílómetragjalds væri í raun skattur á börn, og sérstaklega börn sem stunda mótorsport.

Skoðun
Fréttamynd

Sím­talið hafi verið á­byrgðar­laust og ó­raun­hæft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggis­ráðstöfunum

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt.

Innlent