Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. Innlent 10.12.2025 17:52
Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Fannar Sveinsson sér í heimsókn á Alþingi og hitti þar varaformann Miðflokksins, Snorra Másson. Snorri hefur að undanförnu verið svolítið umdeildur og kom Fannar inn á það í samtali við hann. Lífið 10.12.2025 16:04
Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið. Innlent 10.12.2025 14:08
Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent 10.12.2025 11:21
Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót. Innlent 10. desember 2025 06:30
Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. Innlent 9. desember 2025 23:54
Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Innlent 9. desember 2025 22:00
Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9. desember 2025 20:20
Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Helmingur borgarbúa er óánægður með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og sextán prósent eru ánægð. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var frá 20. til 26. nóvember. Innlent 9. desember 2025 18:32
Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“ Innlent 9. desember 2025 14:09
Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. Innlent 9. desember 2025 13:48
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9. desember 2025 13:16
Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9. desember 2025 13:03
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. Innlent 9. desember 2025 12:48
Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ Innlent 9. desember 2025 11:52
Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Hann mun gangast undir hjartaaðgerð snemma á næsta ári en varamaður hefur tekið sæti í hans stað á Alþingi. Innlent 9. desember 2025 11:29
Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bann við flutningi gæludýra í farþegarými flugvéla hefur verið fellt út með breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Fyrri reglugerðarbreyting sem bannaði slíkan flutning tók gildi í apríl í fyrra. Innlent 9. desember 2025 11:16
Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Skoðun 9. desember 2025 11:15
Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Innlent 9. desember 2025 10:51
Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Innlent 9. desember 2025 10:35
Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Innlent 9. desember 2025 09:12
Breytt forgangsröðun jarðganga Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Skoðun 9. desember 2025 09:00
Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Skoðun 9. desember 2025 06:31
Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð voru gefin út af Landspítalanum og heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu árið 2023, en þau voru mun fleiri á landsvísu. Heilbrigðisráðherra vill skoða hvernig fækka megi útgáfum vottorða og tilvísana til að draga úr skriffinnsku. Innlent 9. desember 2025 00:03
Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8. desember 2025 23:36