Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. Innlent 27.11.2025 06:32
Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við. Innlent 26.11.2025 23:10
Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Innlent 26.11.2025 22:00
Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur nú kallað eftir því að Hafrannsóknarstofnun geri burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum í firðinum. Innlent 26. nóvember 2025 08:51
Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Rakel Elíasdóttur í embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna til fimm ára frá og með 1. janúar næstkomandi. Innlent 26. nóvember 2025 08:27
Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Innlent 26. nóvember 2025 08:00
Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ríflega einn af hverjum fimm erlendum sérfræðingum sem hafa notið sérstakra skattafríðinda á grundvelli reglugerðar frá 2017 eru íslenskir ríkisborgarar sem fluttu aftur til Íslands eftir dvöl erlendis. Innlent 26. nóvember 2025 07:45
Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Skoðun 26. nóvember 2025 07:02
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Innlent 25. nóvember 2025 21:39
Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. Innlent 25. nóvember 2025 20:27
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25. nóvember 2025 16:05
Stöðvum ólöglegan flutning barna Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga. Skoðun 25. nóvember 2025 14:46
Vill láta hart mæta hörðu Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Viðskipti innlent 25. nóvember 2025 14:41
Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Formaður Öryrkjabandalagsins hefur skrifað borgarstjórn allri bréf þar sem spurt er hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að fjármagna 42 umsóknir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Skoðun 25. nóvember 2025 14:30
Treystir á að Norðurál borgi Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Innlent 25. nóvember 2025 14:16
Kjarninn og hismið Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Skoðun 25. nóvember 2025 13:46
Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Innlent 25. nóvember 2025 13:06
Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. Innlent 25. nóvember 2025 10:40
Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. Viðskipti innlent 25. nóvember 2025 09:33
Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Vilhjálmur Árnason, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði grein sem birt var á þessum vettvangi í gær sem bar fyrirsögnina „Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur“. Þar reyndi hann að mála upp þá mynd að hækkun á vörugjöldum á bifreiðar og innleiðing kílómetragjalds væri í raun skattur á börn, og sérstaklega börn sem stunda mótorsport. Skoðun 25. nóvember 2025 06:31
Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Skoðun 25. nóvember 2025 06:00
Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Innlent 24. nóvember 2025 20:34
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. Innlent 24. nóvember 2025 16:46
Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt. Innlent 24. nóvember 2025 15:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent