Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Björg Magnúsdóttir, einn fjögurra frambjóðenda í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, er sökuð um að hafa brotið kosningareglur flokksins með því að hafa samband við flokksmenn sem væru bannmerktir í gagnagrunni flokksins og ekki mætti hafa samband við. Um hugsanleg brot á persónuvernd er að ræða, að sögn kjörstjórnar. Innlent 31.1.2026 15:31
Vaktin: Viðreisn velur oddvita Vísir verður í beinni útsendingu frá kosningavöku Viðreisnar í Reykjavík í kvöld þar sem úrslit leiðtogaprófkjörs flokksins verða kynnt. Upp úr klukkan 19 verður tilkynnt hver verður oddviti Viðreisnar í höfuðborginni. Innlent 31.1.2026 15:01
Að hafa það sem þarf Á Íslandi eru 62 sveitarfélög og jafn margar sveitarstjórnir, og sveitarstjórar. Á sviði sveitarstjórna eru ákvarðanir teknar sem hafa bein áhrif á lífsgæði og afkomu einstaklinga. Skoðun 31.1.2026 11:02
Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt sé að tryggja sjálfstæði forsetaembættisins og segir að tillaga um að forsætisráðherra skipi forsetaritara sé millileið. Tillagan komi frá forsætisráðherra en að viðhöfðu samráði við forsetann. Mikilvægt sé að tillagan verði tekin til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 30. janúar 2026 16:40
Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn „Það er beinlínis villandi fyrir neytendur að benda á olíufélögin sem sökudólg fyrir aukinni verðbólgu. Ekki aðeins var öllu olíugjaldinu skilað til neytenda heldur hefur álagning á eldsneyti N1 haldist óbreytt frá síðasta ári.“ Innlent 30. janúar 2026 14:38
Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að það yrði alvarleg aðför að að sjálfstæðri stöðu forseta Íslands ef forsætisráðherra verður falið vald yfir vali á forsetaritara, æðsta embættismanni forseta Íslands. Hann segist ekki hafa neina trú á því að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætli sér að breyta um stefnu og efna í aðför að sjálfstæði embættisins. Innlent 30. janúar 2026 13:28
Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi búist við meiri lækkunum á eldsneytisverði hjá olíufélögunum samfara því að eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni voru felld niður um áramótin. Þau þurfi að passa sig. Ríkisstjórnin ætli að ná hallalausum fjárlögum til að ná tökum á verðbólgunni. Innlent 30. janúar 2026 13:05
„Ég er femínisti“ Eins og fram hefur komið hefur Pétur Marteinsson verið kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í maí. Pétur, sem er eigandi Kaffi Vest og fyrrverandi fótboltakempa, tilkynnti framboð sitt í oddvitasætið á nýársdag. Lífið 30. janúar 2026 13:00
Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Atvinnuvegaráðherra segir að hvergi, hvorki hérlendis né erlendis finnist eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi og í fiskeldisfrumvarpi hennar. Núgildandi lög séu löngu úrelt og mikil vinna verið lögð í drögin, meðal annars í tíð Svandísar Svavarsdóttur sem ráðherra. Innlent 30. janúar 2026 11:21
Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? „Mér finnst það mjög galið að ætla að stíga inn á sjónarsviðið beint inn í formannssætið í elsta og virtasta flokki landsins,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir formannsembættinu í Framsóknarflokknum. Innlent 30. janúar 2026 10:48
Ástæða góðs árangurs í handbolta Frábær árangur íslenska landsliðsins í handbolta veitir okkur Íslendingum ómælda gleði. Þjóðarstolt, samhug og spennu. Árangur í íþróttum hjá þjóðum er sameiningarafl. Skoðun 30. janúar 2026 09:02
U-beygja framundan Óreiðan sem hefur skapast á leigubifreiðamarkaði hefur ekki farið fram hjá neinum. Stöðvaskylda og fjöldatakmarkanir voru afnumdar með einu pennastriki árið 2023. Þá vantaði skýran lagaramma sem tryggir aðhald og virkt eftirlit, sérstaklega gagnvart sjálfstætt starfandi bílstjórum. Skoðun 30. janúar 2026 08:00
Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Í marga mánuði höfum við heyrt að planið sé að virka. Við höfum heyrt að verðbólgan sé loksins á niðurleið og ríkisstjórnin hafi náð tökum á ríkisfjármálunum. Staðreyndirnar segja aðra sögu. Verðbólgan mælist 5,2 prósent í janúar. Hún eykst milli mánaða og fer langt fram úr svartsýnustu spám greiningaraðila. Skoðun 30. janúar 2026 07:45
„Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg segir fyrirhugað deiliskipulag Borgarlínunnar um Suðurlandsbraut augljóslega ekki ganga upp. Frekar eigi að byggja mislæg gatnamót og gera forgangsaakreinar fyrir strætó. Innlent 29. janúar 2026 21:01
„Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. Innlent 29. janúar 2026 20:46
Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust velji fyrirtækin að fara þá leið. Innlent 29. janúar 2026 19:29
Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan. Innlent 29. janúar 2026 17:07
Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista. Innlent 29. janúar 2026 16:04
Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. Innlent 29. janúar 2026 15:54
Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Ég átti þess kost að vinna náið með Róberti Ragnarssyni tvö kjörtímabil í Grindavík. Ég tók meðal annars þátt í að ráða hann sem bæjarstjóra til starfa 2010 og síðar að endurráða hann 2014. Sú reynsla gefur mér sterkan grundvöll til að leggja orð í belg og lýsa þeirri forystu og fagmennsku sem Róbert hefur sýnt í störfum sínum. Skoðun 29. janúar 2026 15:31
Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“. Innlent 29. janúar 2026 14:49
Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Í fótbolta væru þessar tölur sláandi, að sveitarfélag sem telur rétt um 900 íbúa ynni næst stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40.000 íbúa sannfærandi. En þetta er ekki fótbolti heldur tölur yfir óhagnaðardrifnar leiguíbúðir sem eru í byggingu eða hafa verið byggðar í sveitarfélaginu. Í vor klárast bygging 5 leiguíbúða á vegum Bjargs íbúðafélag á Flúðum í Hrunamannahreppi en engin í Kópavogi. Skoðun 29. janúar 2026 14:32
Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heldur því fram að frumvarp hennar til laga um lagareldi sé ekki kvótakerfi. Annað hvort skilur hún ekki eigið frumvarp eða að hún er einfaldlega að segja ósatt. Skoðun 29. janúar 2026 14:00
Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands. Með frumvarpinu er lögð til veruleg lækkun launa handhafa forsetavalds, úr samtals um 10 milljónum á ári niður í fasta greiðslu upp á 300 þúsund krónur. Greiðslurnar dragast þannig saman um 97 prósent. Til stóð að afnema launin alfarið en til þess hefði þurft að breyta stjórnarskrá. Innlent 29. janúar 2026 13:23