Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Villi er allt sem þarf

Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ragnar Þór verður ráð­herra

Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mikill á­hugi á fyrsta sæti hjá Við­reisn

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka.

Innlent
Fréttamynd

Stefán vill verða vara­for­maður

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Már vill leiða Sam­fylkingu í Kópa­vogi

Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. 

Innlent
Fréttamynd

Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Segir skyn­sam­legt að anda með nefinu varðandi Græn­land

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Sami odd­viti í fyrsta sinn í tæp þrjá­tíu ár

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Áramótaheitið er að fá leik­skóla­pláss

Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar Sóla klónabarnið sitt

Almennt virðist ríkja mikil ánægja með áramótaskaupið og eru ráðherrar engin undantekning á því. Inga Sæland formaður Flokks fólksins er hæstánægð með frammistöðu Sóla Hólm sem lék hana og veltir fyrir sér hvort hún geti fengið hann í afleysingarstörf fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn býður fram á Akur­eyri í fyrsta sinn

Viðreisn mun í vor bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Það er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að fara í uppstillingu. Í tilkynningu segir að framboðið marki tímamót sé liður í því að efla starf flokksins á landsbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi rótar fólki inn í Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við ESB settur á oddinn og þjóðar­at­kvæða­greiðsla brátt fyrir þingið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnir um ráðherraskipan á föstu­dag

Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

Innlent
Fréttamynd

„Við Guð­laugur Þór erum góðir vinir“

Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún.

Innlent