Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Innlent 19.12.2025 20:15
Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Meðferð við spilafíkn er í fyrsta sinn niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Innlent 19.12.2025 20:00
Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir. Skoðun 19.12.2025 20:00
Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19. desember 2025 12:32
Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Fundir Alþingis á liðnu haustþingi voru 53 talsins og stóðu samtals í tæpar 320 klukkustundir. Af þeim 138 frumvörpum sem bárust þinginu urðu aðeins 37 að lögum og eru 101 frumvörp enn óútrædd. Þá voru samþykktar fimm þingsályktunartillögur af 66 og ráðherrar svöruðu 107 óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 19. desember 2025 11:18
Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum. Innlent 19. desember 2025 08:11
Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Skoðun 19. desember 2025 08:02
Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Innlent 18. desember 2025 21:01
Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. Innlent 18. desember 2025 20:30
Öll lífsins gæði mynda skattstofn Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Skoðun 18. desember 2025 20:01
Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Það stefnir í gríðarlega spennandi kosningar í Reykjavík að mati stjórnmálafræðings sem telur að Viðreisn gæti endað í lykilstöðu milli blokkanna til hægri og vinstri. Hann telur óvíst hvort harður oddvitaslagur innan Sjálfstæðisflokksins yrði flokknum til gagns. Innlent 18. desember 2025 19:14
Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. Innlent 18. desember 2025 18:59
Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Stjórn Framsóknarfélags Múlaþings hefur farið þess á leit við Jónínu Brynjólfsdóttur að hún muni áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 16. maí næstkomandi. Innlent 18. desember 2025 14:39
Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra. Innlent 18. desember 2025 14:16
Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir. Innlent 18. desember 2025 13:52
Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sendi óvart tölvupóst á alla kollega sína í efnahags- og viðskiptanefnd, er ekki sá fyrsti til að hlaupa á sig í þessum efnum og eflaust heldur ekki sá síðasti. Tölvupóstsendingar hafa reynst fyrrum kollegum hans fjötur um fót. Lífið 18. desember 2025 13:19
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. Innlent 18. desember 2025 13:18
Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Innlent 18. desember 2025 12:02
Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. Innlent 18. desember 2025 11:11
Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Samband ungra sjálfstæðismanna hefur í dag sölu á dagatali fyrir árið 2026 prýddum glænýjum vandræðalegum fjölskyldumyndum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki laumuðust nokkrir ungir sjálfstæðismenn með á mynd, fremstur í flokki Brynjar nokkur Níelsson. Lífið 18. desember 2025 10:59
„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi. Innlent 18. desember 2025 09:31
Stóra myndin í fjárlögum Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi. Skoðun 18. desember 2025 08:03
Björg býður ungliðum til fundar Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. Innlent 18. desember 2025 06:45
Takmarka fjölda nemenda utan EES Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Innlent 17. desember 2025 23:02