Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir
  Fréttir í tímaröð

  Fréttamynd

  Almarr til Vals

  Almarr Ormarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Hann kemur til liðsins frá KA.

  Íslenski boltinn
  Fréttamynd

  „Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“

  „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það.

  Íslenski boltinn
  Fréttamynd

  Vall kominn í Val

  Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við Svíann Johannes Vall um að spila með liðinu. Vall er 28 ára gamall, örvfættur varnarmaður sem síðast lék í næstefstu deild Svíþjóðar með Ljungskile.

  Íslenski boltinn
  Fréttamynd

  Lögmæti framboðs Orra dregið í efa

  Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar.

  Íslenski boltinn
  Fréttamynd

  Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

  Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

  Íslenski boltinn
  Fréttamynd

  Feðgarnir að semja við Norrköping

  Bjarni Guðjónsson og sonur hans Jóhannes Kristinn Bjarnason eru að semja við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Guðmundur Benediktsson greinir frá þessu í kvöld.

  Fótbolti
  Sjá meira
  Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.