Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Carragher: Eitthvað meira en lægð

    Jamie Carragher segir að Liverpool sé að ganga í gegnum eitthvað meira en bara lægð en liðinu hefur gengið illa í deildinni og var slegið úr bikarkeppninni um helgina af B-deildarliði Barnsley.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Portsmouth heppið gegn Preston

    Það var ótrúleg dramatík í bikarleik Preston og Portsmouth. Portsmouth vann leikinn 1-0 en sigurmarkið var sjálfsmark sem kom með síðustu spyrnu leiksins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tommy Smith gagnrýnir Benítez

    Tommy Smith, fyrrum varnarmaður Liverpool, gagnrýnir Rafael Benítez harðlega eftir að liðið tapaði fyrir Barnsley í ensku bikarkeppninni. Barnsley skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og er Liverpool nú aðeins í baráttu um Meistaradeildartitilinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger neitar Barcelona sögunum

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, neitar þeim sögusögnum að hann gæti tekið við Barcelona eftir leiktímabilið. Börsungar munu að öllum líkindum láta Frank Rijkaard fara í sumar og voru fréttir um að Wenger væri líklegastur til að taka við.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tveir bikarleikir í dag

    Í dag verða tveir leikir í ensku bikarkeppninni og báðir verða þeir í beinni útsendingu á Sýn. Í báðum tilfellum eru það lið úr neðri hluta 1. deildarinnar sem taka á móti úrvalsdeildarliðum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United fór illa með Arsenal

    Það bjuggust fáir við þeim yfirburðum sem Manchester United sýndi gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni. United vann 4-0 sigur á Old Trafford og var sigurinn síst of stór.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kanu vill vera áfram

    Kanu segist vilja framlengja samning sinn við Portsmouth. Þessi nígeríski sóknarmaður hefur verið orðaður við ástralska liðið Gold Coast Galaxy að undanförnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Essien í búningi Arsenal

    Michael Essien, leikmaður Chelsea, var á dögunum myndaður í búningi Arsenal í heimalandi sínu Gana. Mikill rígur er milli Chelsea og Arsenal og sér þessi 25 ára miðjumaður eftir gjörðum sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Downing framlengir við Middlesbrough

    Vængmaðurinn Stewart Downing hefur nú loksins bundið enda á vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning sem gildir til ársins 2013. Downing er uppalinn hjá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    John Terry í hóp Chelsea í fyrsta sinn á árinu

    Fyrirliðinn John Terry er í leikmannahópi Chelsea sem mætir Huddersfield á Stamford Bridge í fimmtu umferð enska bikarsins á morgun. Terry hefur ekki spilað með liði sínu síðan hann meiddist í leik gegn Arsenal þann 16. desember.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ég er ekki fýlupúki

    Nicolas Anelka hjá Chelsea vill ekki meina að hann eigi skilið viðurnefnið "Fýlupúki" (Le Sulk) sem bresku blöðin skelltu á hann fyrir nokkrum árum. Hann segist hafa fengið ósanngjarna meðferð í fjölmiðlum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eggert minntist fyrstur á útrásina

    Enskir fjölmiðlar halda því fram að umræðan um mögulega útrás ensku úrvalsdeildarinnar hafi fyrst vaknað eftir að Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður West Ham, vakti máls á málinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Forföll hjá Arsenal fyrir stórleik helgarinnar

    Nokkur skörð verða höggvin í leikmannahóp Arsenal fyrir stórleikinn í bikarnum gegn Manchester United um helgina ef svo fer sem horfir. Þeir Kolo Toure og Emmanuel Eboue snúa þó aftur eftir þátttöku sína í Afríkukeppninni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    McClaren hefur neitað tilboðum frá Evrópu

    Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segist hafa neitað nokkrum tilboðum um að gerast knattspyrnustjóri utan Englands. Hann segist ekki setja fyrir sig að þjálfa í útlöndum eða í ensku Championship deildinni ef hann finni gott starfsumhverfi.

    Enski boltinn