Enski boltinn

McClaren hefur neitað tilboðum frá Evrópu

Nordic Photos / Getty Images

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segist hafa neitað nokkrum tilboðum um að gerast knattspyrnustjóri utan Englands. Hann segist ekki setja fyrir sig að þjálfa í útlöndum eða í ensku Championship deildinni ef hann finni gott starfsumhverfi.

"Næsta starf sem ég tek að mér snýst ekki síst um stjórn félagsins sem um ræðir. Þar verður að vera góð framtíðarsín og metnaður. Það verður að vera áskorun fyrir mig, hvort sem það verður í Championship-deildinni eða erlendis," sagði McClaren. Hann segist ætla að fara eftir ráðleggingum Sir Alex Ferguson þegar hann velur sér lið.

"Alex sagði mér að fara eftir stjórnarformanninum þegar ég veldi mér lið - ekki liðinu sjálfu. Og þannig var ég heppinn þegar ég valdi Steve Gibson á sínum tíma. Það var maður em trúði á það sem mig langaði að gera á þeim tíma. Ef þú hefur rétta framtíðarsýn muntu ná árangri ef þú færð til þess tíma," sagði McClaren. "Sjáið bara þegar Kevin Keegan tók fyrst við Newcastle - þá var liðið á botninum í annari deild," sagði McClaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×