Enski boltinn

Ferguson að stýra sínum 100. bikarleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United mætir Arsenal í ensku bikarkeppninni um helgina en það verður 100. bikarleikur Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United.

Ferguson býr yfir langmestri reynslu í bikarkeppninni af þeim knattspyrnustjórum sem eru nú starfandi í ensku úrvalsdeildinni.

Sá sem kemst næst honum er einmitt Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Hann mun um helgina stýra sínum 64. leik í bikarkeppninni.

Flestir bikarleikir hjá stjórum í ensku úrvalsdeildinni:

Nafn - Fjöldi leikja (félög, ár starfandi):

Alex Ferguson 99 (Manchester United, 1987-2008)

Arsene Wenger 63 (Arsenal, 1997-2008)

Alan Curbishley 45 (Charlton, West Ham, 1992-2008)

Steve Coppell 44 (Crystal Palace, Brentford, Brighton, Reading, 1985-2008)

Martin O'Neill 32 (Wycombe, Leicester, Aston Villa, 1990-2008)

David Moyes 27 (Preston, Everton, 1998-2008)

Steve Bruce 25 (Sheff. Utd, Huddersfield, Wigan, 1999-2008)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×