Enski boltinn

Ferguson: Saha er kominn í toppform á ný

NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson lýsti í dag yfir ánægju sinni með vel heppnaða endurkomu framherjans Louis Saha hjá Manchester United, en sá verður í hóp United í leiknum gegn Arsenal á morgun.

Saha hefur ekki komið við sögu hjá United síðan í þriðju umferð enska bikarsins gegn Aston Villa og hefur aðeins komið við sögu í 19 leikjum í öllum keppnum í vetur.

"Saha er frábær leikmaður og það er því dýrmætt að fá hann aftur inn í hópinn á þessum mikilvæga tímapunkti á leiktíðinni. Hann gefur okkur aukna vídd og er búinn að ná sér að fullu í þetta skiptið. Hann er búinn að æfa mjög vel og standa af sér tíu daga á fullu, þannig að hann er í fínu lagi," sagði Ferguson ánægður í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×