Enski boltinn

Framtíð Robson hjá Sheffield United í óvissu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bryan Robson, knattspyrnustjóri Sheffield United.
Bryan Robson, knattspyrnustjóri Sheffield United. Nordic Photos / Getty Images

Talið er að Bryan Robson hefur verið leystur undan störfum sínum sem knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Sheffield United.

Það er þó ekki ljóst hvort að hann verði rekinn frá félaginu eða vilji hætta sjálfur þar sem hann mun ekki fá að gegna starfi knattspyrnustjóra.

Þetta hefur fréttastofa BBC eftir heimildum sínum en Robson mun hafa rætt um framtíð sína við forráðamenn félagsins síðustu daga.

Fregnir hafa borist af því að Robson hafi ekki mætt á æfingu Sheffield United í dag. Félagið er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið níu leiki á tímabilinu en liðið féll úr úrvalsdeildinni síðastliðið vor.

Robson tók við Sheffield United í maí síðastliðnum en náði ekki að bjarga liðinu frá falli þó það hafi staðið afar tæpt.

Liðinu hefur þó gengið illa á núverandi leiktíð og einn besti leikmaður liðsins, James Beattie, hefur verið lengi frá vegna krossbandaslita í hné. Hann er þó byrjaður að spila á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×