Enski boltinn

United fór illa með Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rauðu djöflarnir  tóku erkifjendur sína í kennslustund á Oldr Trafford.
Rauðu djöflarnir tóku erkifjendur sína í kennslustund á Oldr Trafford.

Það bjuggust fáir við þeim yfirburðum sem Manchester United sýndi gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni. United vann 4-0 sigur á Old Trafford og var sigurinn síst of stór.

Darren Fletcher fór á kostum og skoraði tvö af mörkunum en hann hefur fengið sárafá tækifæri á þessu tímabili. Wayne Rooney og hinn portúgalski Nani skoruðu hin mörkin.

Yfirburðir United voru algjörir og liðið fékk tækifæri til að skora enn fleiri mörk. Gestirnir áttu engin svör og staðan í hálfleik var 3-0. Emmanuel Eboue, leikmaður Arsenal, fékk rauða spjaldið fyrir glórulaust brot í upphafi seinni hálfleiks.

Markahrókar beggja liða voru hvíldir í leiknum, Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Emmanuel Adebayor hjá Arsenal. Sá síðarnefndi kom reyndar inn sem varamaður í leiknum. Bæði lið verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í komandi viku.

Manchester United er komið í átta liða úrslit bikarsins en auk þess komust Chelsea, Barnsley, West Brom, Cardiff og Bristol Rovers áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×