Enski boltinn

Bristol Rovers í átta liða úrslit

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.

Fyrsta leik sextán liða úrslita enska bikarsins er lokið. 2. deildarliðið Bristol Rovers kom enn á óvart og vann Southampton 1-0 á heimavelli sínum. Southampton leikur í deildinni fyrir ofan Bristol sem er um miðja 2. deild.

Leikurinn var bragðdaufur en eina markið kom undir lokin. Þá tók Rickie Lambert aukaspyrnu, boltinn fór í varnarmann og breytti um stefnu áður en hann hafnaði í netinu.

Frábær árangur hjá Bristol sem er þar með komið í átta liða úrslit FA bikarsins. Klukkan 15:00 verða fjórir leikir í keppninni, þar á meðal leikur Liverpool og Barnsley sem verður í beinni á Sýn.

Klukkan 17:15 er síðan stórleikur helgarinnar þegar Manchester United og Arsenal eigast við á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×