Enski boltinn

Dregið í bikarkeppninni í dag

Leikmenn Barnsley fagna sigri um helgina.
Leikmenn Barnsley fagna sigri um helgina. Nordic Photos / AFP

Dregið verður í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar í dag en níu lið eru enn í pottinum, þar af fjögur úrvalsdeildarlið.

5. umferð keppninnar fór fram um helgina og fengust ekki úrslit úr einum leik, viðureign Sheffield United og Middlesbrough. Auk síðarnefnda liðsins eru þrjú úrvalsdeildarlið í pottinum - Manchester United, Portsmouth og Chelsea sem á titil að verja.

Fjögur lið úr B-deildinni eru þegar komin áfram og ef Sheffield United vinnur Middlesbrough verða þau í meirihluta - fimm gegn þremur.

Fjórðungsúrslitin fara fram helgina 8.-9. mars næstkomandi.

Liðin:

Bristol Rovers

Cardiff City

Sheffield United eða Middlesbrough

Barnsley

Manchester United

Portsmouth

West Brom

Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×