Enski boltinn

Barnsley sló Liverpool út úr FA bikarnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Liverpool lá fyrir Barnsley.
Liverpool lá fyrir Barnsley.

Barnsley kom öllum á óvart og vann Liverpool á Anfield. Þar með er Liverpool úr leik í ensku bikarkeppninni en sigurmark Barnsley 2-1 kom á 93. mínútu leiksins.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem hefur verið í tómu í basli með lið í neðri deildum en Rauði herinn hefur rétt skriðið áfram í keppninni til þessa. Dirk Kuyt kom Liverpool yfir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari jafnaði Stephen Foster með skalla.

Barnsley tryggði sér síðan 2-1 sigur með marki Brian Howard undir blálok leiksins en fram að því hafði Liverpool sótt stíft. Barnsley er í fjórtánda sæti ensku 1. deildarinnar.

Luke Steele markvörður Barnsley var besti maður vallarins og varði oft á tíðum meistaralega. Liverpool átti 21 skot á markið í leiknum en Barnsley átti sjö skot á mark.

Chelsea komst áfram með 3-1 sigri á Huddersfield. Frank Lampard kom Chelsea yfir með sínu hundraðasta marki fyrir félagið. Gestirnir jöfnuðu en Lampard endurheimti forystu Chelsea með sínu öðru marki. Salomon Kalou gulltryggði síðan sigur Chelsea.

West Bromwich Albion komst áfram í átta liða úrslitin með öruggum 5-0 sigri gegn Coventry á útivelli. Roman Bednar skoraði tvö mörk en Chris Brunt, Ishmael Miller og Zoltan Gera voru með eitt mark hvor.

Þá vann Cardiff 2-0 sigur á Wolves með mörkum Peter Whittingham og Jimmy Floyd Hasseilbank.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×