Enski boltinn

Forföll hjá Arsenal fyrir stórleik helgarinnar

Kolo Toure kemur aftur inn í lið Arsenal eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppninni
Kolo Toure kemur aftur inn í lið Arsenal eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppninni Nordic Photos / Getty Images

Nokkur skörð verða höggvin í leikmannahóp Arsenal fyrir stórleikinn í bikarnum gegn Manchester United um helgina ef svo fer sem horfir. Þeir Kolo Toure og Emmanuel Eboue snúa þó aftur eftir þátttöku sína í Afríkukeppninni.

Þeir Bacary Sagna, Gael Clichy og Philippe Senderos eru þó allir nokkuð tæpir vegna meiðsla. Sagna hefur fengið frí frá leiknum af persónulegum ástæðum, Gael Clichy er meiddur á læri og er talinn tæpur. Ekki er útilokað að Senderos taki þátt í leiknum.

"Við erum með svipaðan hóp og spilaði leikinn á mánudaginn og þeir Toure og Eboue eru komnir inn í hópinn á ný. Það eru hinsvegar nokkur vandamál vegna meiðsla. Clichy gæti misst af leiknum um helgina vegna meiðsla í læri. Sagna missir af leiknum af persónulegum ástæðum og svo er Senderos tæpur og hefur ekki æft í vikunni vegna meiðsla á læri og hné. Theo Walcott er líka meiddur á læri og verður því miður ekki í hópnum eins og ég vonaði," sagði Wenger.

"Við munum tefla fram eins sterku liði og við getum í þessum leik og við ættum að geta unnið hann þó við viljum ekki taka áhættu á að missa fleiri menn í meiðsli fyrir átökin í deildinni."

Samkvæmt heimasíðu Arsenal er meiðslalistinn eitthvað lengri, því þar eru þeir Johan Djorou, Robin van Persie, Manuel Almunia, Denilson og Tomas Rosicky allir á meiðslalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×