Enski boltinn

Grant sannfærður um að Lampard verði áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Samningur Lampards rennur út í sumar.
Samningur Lampards rennur út í sumar.

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, er sannfærður um að Frank Lampard muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Lampard er 29 ára og braut hundrað marka múr sinn fyrir Chelsea í gær.

„Ég vil halda honum hjá félaginu og held að hann verði hérna áfram. Það eru ekki margir miðjumenn sem skora eins mikið og hann. Hann kann ekki bara að skora heldur leggur upp líka," sagði Grant.

Lampard hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu, þar á meðal Juventus á Ítalíu og Barcelona á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×