Enski boltinn

Portsmouth heppið gegn Preston

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann Hreiðarsson og félagar fagna sigurmarkinu.
Hermann Hreiðarsson og félagar fagna sigurmarkinu.

Það var ótrúleg dramatík í bikarleik Preston og Portsmouth. Portsmouth vann leikinn 1-0 en sigurmarkið var sjálfsmark sem kom með síðustu spyrnu leiksins.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Portsmouth og átti að fá dæmda á sig hendi rétt áður en sigurmarkið kom. Portsmouth náði því naumlega að slá 1. deildarlið Preston út.

Liðin sem verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit eru Chelsea, Manchester United, Barnsley, Bristol Rovers, Portsmouth, Cardiff og West Brom. Middlesbrough og Sheffield United eiga eftir að mætast aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×