Enski boltinn

Ég er ekki fýlupúki

Nordic Photos / Getty Images

Nicolas Anelka hjá Chelsea vill ekki meina að hann eigi skilið viðurnefnið "Fýlupúki" (Le Sulk) sem bresku blöðin skelltu á hann fyrir nokkrum árum. Hann segist hafa fengið ósanngjarna meðferð í fjölmiðlum.

"Ef maður neitar að tala við fjölmiðla, spinna þeir bara sjálfir upp sögur um þig - og ef maður svarar þeim ekki - bæta þeir bara við," sagði Anelka.

"Þetta hefur komið fyrir mig, en ef þið spyrjið félaga mína í búningsherberginu, held ég að þeir myndu segja að það væri ekkert að mér. Ég er bara frekar feiminn náungi sem vill lifa lífinu eins og hver annar," sagði Anelka.

"Ég lifi einföldu lífi, ég vinn vinnuna mína eins og hver annar og fer svo heim til mín - ekkert meira, ekkert minna. Ég er ekkert öðruvísi en hver annar fótboltamaður, ég er bara frekar rólegur náungi," sagði framherjinn í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×