Enski boltinn

Essien í búningi Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Essien í Arsenal-búningnum.
Essien í Arsenal-búningnum.

Michael Essien, leikmaður Chelsea, var á dögunum myndaður í búningi Arsenal í heimalandi sínu Gana. Mikill rígur er milli Chelsea og Arsenal og sér þessi 25 ára miðjumaður eftir gjörðum sínum.

„Þegar við lékum Arsenal á síðustu leiktíð þá skipti ég um treyju við Emmanuel Adebayor eftir leikinn. Ég gaf vini mínum treyjuna. Einhver stelpa bað mig síðan um mynd með sér. Ég vildi ekki vera ber að ofan svo vinur minn lánaði mér treyjuna," segir Essien.

Myndin rataði síðan á borð breska götublaðsins The Sun sem flaggar henni á heimasíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×