Enski boltinn

Torres útilokar ekki að fara til AC Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Spánverjinn Fernando Torres segir það alls ekki útilokað að hann muni ganga til liðs við AC Milan í framtíðinni.

Torres hefur slegið í gegn í sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool en hann var orðaður við AC Milan áður en hann fór til Liverpool í sumar. Hann er uppalinn lieikmaður Atletico Madrid á Spáni.

„Samskipti Atletico Madrid og AC Milan hafa alltaf verið mjög góð og það var rætt um það á sínum tíma að ég færi þangað. Ég fékk hins vegar aldrei almennilegt tilboð frá félaginu."

„Ég veit ekki hvort ég vilji spila með Milan síðar á ferlinum. Ég er ánægður hjá Liverpool eins og er og vil vera hér í langan tíma í viðbót. En maður skyldi aldrei segja aldrei."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×