Enski boltinn

Benzema myndi hafna United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benzema í leik með franska landsliðinu.
Benzema í leik með franska landsliðinu.

Karim Benzema segir að hann myndi neita sölu til Manchester United næsta sumar þar sem hann vill vinna Meistaradeild Evrópu með Lyon.

Sir Alex Ferguson horfir löngunaraugum til Benzema og vill fá þennan franska sóknarmann til að auka breiddina í sóknarlínu liðsins. Benzema er markahæstur í frönsku deildinni með sextán mörk.

„Það væri ekki rétt skref fyrir mig á þessum tíma að fara til Manchester United. Mér liggur ekkert á og minn draumur er að vinna Meistaradeildina með Lyon," sagði Benzema.

Lyon og Manchester United eigast við í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verður fyrri leikurinn á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×