Enski boltinn

Usmanov eykur hlut sinn í Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alisher Usmanov er hér í forgrunni.
Alisher Usmanov er hér í forgrunni. Nordic Photos / AFP

Rússinn Alisher Usmanov jók í dag eignarhlut sinn í Arsenal um eitt prósent og á hann nú samtals 24 prósent í félaginu.

Usmanov er reyndar einn eiganda Red and White eignarhaldsfélagsins sem á fyrrgreindan hlut. En hann keypti sig inn í félagið þegar David Dean, fyrrum varaformaður félagsins, seldi honum hlut sinn upp á 14,65 prósent.

Dean er nú stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins en það hefur verið sagt frá því að félagið stefni að því að eignast fjórðungshlut í félaginu.

Ef félagið eignast 30 prósent er því skylt að gera öðrum eigendum yfirtökutilboð.

Daniel Fiszman er enn stærsti einstaki eigandi félagsins en hann á 24,11 prósenta hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×