Enski boltinn

Tveir bikarleikir í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth heimsækja Preston.
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth heimsækja Preston.

Í dag verða tveir leikir í ensku bikarkeppninni og báðir verða þeir í beinni útsendingu á Sýn. Í báðum tilfellum eru það lið úr neðri hluta 1. deildarinnar sem taka á móti úrvalsdeildarliðum.

Sheffield United og Middlesbrough eigast við klukkan 14:00 en Sheffield United rak fyrir stuttu Bryan Robson úr stöðu knattspyrnustjóra. Klukkan 16 fær Preston síðan það erfiða verkefni að leika gegn Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×