Enski boltinn

Downing framlengir við Middlesbrough

Nordic Photos / Getty Images

Vængmaðurinn Stewart Downing hefur nú loksins bundið enda á vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning sem gildir til ársins 2013. Downing er uppalinn hjá félaginu.

Hann hefur mikið verið orðaður við félög eins og Tottenham á síðustu misserum og hefur verið inn og út úr enska landsliðshópnum síðustu ár. Downing er 23 ára gamall og á að baki yfir 170 leiki fyrir Boro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×