Enski boltinn

Coleman að taka við Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham.
Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Búist er við því að Chris Coleman verði kynntur á næsta sólarhringi sem nýr knattspyrnustjóri Coventry.

Coleman var síðast knattspyrnustjóri Real Sociedad á Spáni og þar áður hjá Fulham.

Iain Dowie var rekinn frá Coventry fyrir viku síðan en Roy Ranson, stjórnarformaður félagsins, sagði að það væri vegna skoðanaágreinings um hvaða stefnu félagið ætti að taka.

Coventry er í 20. sæti ensku B-deildarinnar og tapaði 5-0 fyrir West Brom í 5. umferð ensku bikarkeppninnar um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×