Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af útrásinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brian Barwick er framkvæmdarstjóri enska knattspyrnusambandsins.
Brian Barwick er framkvæmdarstjóri enska knattspyrnusambandsins. Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum sambandsins af hugmyndum um útrás ensku úrvalsdeildarinnar.

Fulltrúar ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa samþykkt að kanna möguleikann á því að bæta einni umferð við ensku úrvalsdeildina og að leikir hennar færu fram í borgum víðs vegar um heiminn.

Sambandið sagði að útrásin gæti haft skaðleg áhrif á umsókn Englendinga um að halda HM í knattspyrnu árið 2018.

„Enska knattspyrnusambandið gerði Alþjóða knattspyrnusambandinu ljóst að það hefði mikið að athuga við þessa tillögu," sagði í yfirlýsingunni.

Margir hafa sagt að þessi hugmynd sé ekki góð, til að mynda Sepp Blatter, forseti FIFA og Michel Platini, forseti UEFA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×