Enski boltinn

Kanu vill vera áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kanu í leik með Portsmouth gegn Middlesbrough fyrr á leiktíðinni.
Kanu í leik með Portsmouth gegn Middlesbrough fyrr á leiktíðinni.

Kanu segist vilja framlengja samning sinn við Portsmouth. Þessi nígeríski sóknarmaður hefur verið orðaður við ástralska liðið Gold Coast Galaxy að undanförnu.

Kanu er 31. árs og útilokar ekki að spila í Ástralíu einn daginn. „Það gæti vel verið að ég spili þar en ekki fyrr en ég tel mig ekki vera nægilega góðan fyrir ensku deildina," sagði Kanu.

„Ég hlakka til að framlengja samning minn," sagði Kanu sem vantar tvo leiki í viðbót til að fá sjálfkrafa framlenginguá samningi sínum hjá Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×