Enski boltinn

Wenger neitar Barcelona sögunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wenger eftir leikinn í gær.
Wenger eftir leikinn í gær.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, neitar þeim sögusögnum að hann gæti tekið við Barcelona eftir leiktímabilið. Börsungar munu að öllum líkindum láta Frank Rijkaard fara í sumar og voru fréttir um að Wenger væri líklegastur til að taka við.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður heyrir þessar sögusagnir. Ég er ánægður hjá Arsenal og hef engan áhuga á því að fara annað," sagði Wenger í viðtali við Observer.

Wenger er í sárum eftir stórt tap Arsenal gegn Manchester United í gær en framundan hjá liðinu er stórleikur gegn AC Milan í Meistaradeildinni í miðri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×