Enski boltinn

Middlesbrough þarf að mæta Sheff Utd að nýju

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Sheffield United og Middlesbrough í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á Riverside vellinum um miðja næstu viku.

Það var fátt um fína drætti í leiknum í dag sem fram fór í Sheffield. Middlesbrough er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Sheffield United í sextánda sæti í 1. deildinni.

Sheffield United átti stangarskot í fyrri hálfleik og undir lok leiksins átti liðið að fá dæmda vítaspyrnu þegar boltinn fór augljóslega í hendina á George Boateng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×