Enski boltinn

Darren Fletcher vonast eftir fleiri tækifærum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fletcher skorar annað mark sitt.
Fletcher skorar annað mark sitt.

Darren Fletcher fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Manchester United í gær. Hann greip svo sannarlega gæsina og átti stórleik þegar United tók Arsenal í kennslustund og vann 4-0 stórsigur.

„Það eina sem ég hugsaði um var að gera mitt besta. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri núna," sagði Fletcher sem hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliði Manchester United á leiktíðinni.

„Allir vilja spila sem mest. Þetta snýst um að halda sér í formi, æfa af krafti, sýna þolinmæði og grípa tækifærði þegar það gefst," sagði Fletcher.

Wayne Rooney hrósa Fletcher fyrir hans framlag enda skoraði sá skoski tvö af mörkum Manchester United í gær.. „Hann var hreint út sagt frábær. Hann æfir rosalega vel og var magnaður gegn Arsenal," sagði Rooney um Fletcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×