Fleiri fréttir Enn hækkar áfengið Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag. 30.11.2012 22:10 Lánasamningurinn undirritaður Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. 30.11.2012 20:33 Alls óvíst hvenær nauðasamningar ganga í gegn Kaupþing treystir sér ekki til þess að segja til um það hvenær hægt verður að leggja fram frumvarp að nauðasamningi. Ástæðan er sú að til þess að hægt sé að leggja slíkt frumvarp fram þarf Seðlabanki Íslands að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands á grundvelli gjaldeyrislaga. 30.11.2012 15:57 Gengi bréfa Össurar hækkar um 1,37 prósent Gengi bréfa Össurar hefur hækkað um 1,37 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 184,5. Þá hefur gengi brefa fasteignafélagsins Regins hækkað um 0,55 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 10,95. Gengi bréfa Haga hefur hækkað um 0,47 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21,55. Gengi bréfa Icelandair hefur síðan hækkað um 0,26 prósent og er það nú 7,68. 30.11.2012 15:32 Segir niðurstöðu FME vonbrigði og boðar til blaðmannafundar "Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins (FME) á athugun sem eftirlitið gerði í kjölfar kæru minnar á meðferð skuldamála BM VALLÁ hf. hjá Arionbanka“ segir Víglundur Þorsteinsson í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla fyrir skömmu vegna niðurstöðu FME um að engin aftökulisti væri til. 30.11.2012 14:37 Rekstrarhagnaður Stork eykst umtalsvert milli ára Rekstrahagnaður (EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði) Stork Technical Services (STS), þar sem íslenska fjárfestingafélagið Eyrir Invest á 17 prósent eignarhlut, hækkaði um 15,6 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA-hagnaðurinn nam 27,2 milljónum evra, eða sem nemur ríflega 4,4 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra nam EBITDA-hagnaðurinn 23,6 milljónum evra, eða 3,8 milljörðum króna. 30.11.2012 09:42 Dauðalistinn ekki til Fjármálaeftilitið gerir ekki athugasemdir við það hvernig Arion banki háttaði tilraunum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B.M. Vallá hf. Þetta segir Fjármálaeftirlitið í gagnsæisathugun sem gerð var vegna athugasemda Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra B.M. Vallár. 30.11.2012 09:21 Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um tæpa 35 milljarða Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 124,1 milljarður kr. en innflutningur á þjónustu 89,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 34,8 milljarða króna en var jákvæður um 28,7 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi í fyrra á gengi hvors árs. 30.11.2012 09:08 Vöruskiptin hagstæð um rúma 15 milljarða í október Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 63,3 milljarða króna og inn fyrir 48 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 15,2 milljarða króna. Í október í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða króna á sama gengi. 30.11.2012 09:05 Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Vogunarsjóðir eiga tæpan helming krafna á Glitni. Sjóðir munu eiga meirihluta. Burlington stærsti einstaki eigandi krafna. Heildarkröfur nema 2.263 milljörðum. 30.11.2012 08:00 Óskýr skilaboð frá stjórn Íbúðalánasjóðs Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá Íbúðalánasjóði um að hætta útgáfu skuldabréfa í núverandi flokkum húsnæðisbréfa (HHF). Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn sjóðsins. 30.11.2012 08:00 Mælir gegn kaupum í útboði Vodafone IFS greining telur að fjárfestar sem hugsa til lengri tíma eigi að halda að sér höndum í útboði á hlutabréfum í Vodafone sem fram fer þann 3. desember næstkomandi. 30.11.2012 08:00 Sjóðir eiga um helming krafna Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. 30.11.2012 08:00 Hagnaður Eimskips tæplega milljarður Eimskip skilaði tæplega milljarðs króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins en rekstrartekjur félagsins námu tæpum 18 milljörðum króna á tímabilinu. 30.11.2012 06:11 Kári segir skuld við hluthafa útskýra neikvætt eigið fé Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum. 29.11.2012 12:14 Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. 29.11.2012 10:35 Bankarnir högnuðust um 44 milljarða Bankastjóri Íslandsbanka segir að að efnahagslífið og bankarnir séu enn að glíma við erfiðleika sem rekja megi til hrunsins. 29.11.2012 23:45 Gengi bréfa Regins hækkaði mest Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í kauphöll Íslands í dag, en gengið er nú 10,89. Við skráningu félagsins á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. Gengi bréfa Eimskipafélagsins er nú 225 það hækkaði um 0,67 prósent í dag. Skráningargengi félagsins var 208. 29.11.2012 22:42 Vonast eftir sátt um skatt á gistiheimili Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segir að mögulega þurfi að beita niðurskurði ef ekki verður fallist á hækkun virðisaukaskatts á hótel- og gistiheimili. 29.11.2012 19:56 Bankarnir hagnast um 44,2 milljarða á níu mánuðum Bankarnir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, hafa nú allir kynnt afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung, og liggja upplýsingar um rekstrarafkomu fyrir fyrstu níu mánuði ársins því fyrir. Samanlagður hagnaður bankanna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 44,2 milljörðum króna, en Arion banki hagnaðist um 14,5 milljarða, Landsbankinn um 13,5 milljarða og Íslandsbanki, sem kynnti uppgjör sitt í morgun, um 16,2 milljarða. 29.11.2012 12:15 Mæla gegn kaupum í Vodafone IFS ráðgjöf verðleggur hlutabréf í Vodafone á 25,1 krónu og telur fjárfesta gera best með því að halda að sér höndum í hlutafjárútboði samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. 29.11.2012 09:47 Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. 29.11.2012 09:35 Mikil hækkun á vísitölu framleiðsluverðs Vísitala framleiðsluverðs í október s.l. var 215,3 stig og hækkaði um 3,9% frá september. 29.11.2012 09:26 Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fækkað um 31% milli ára Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 910, sem er tæplega 31% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.317 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 29.11.2012 09:11 Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna. 29.11.2012 08:59 Verulega dregur úr hagnaði N1 milli ára Olíufélagið N1 skilaði 468 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaðurinn 628 milljónir kr. á sama tímabili í fyrra. 29.11.2012 08:26 OECD spáir 2,5% hagvexti Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014. 29.11.2012 08:00 Ágæt arðsemi hjá Arion banka Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 29.11.2012 08:00 Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær. 29.11.2012 08:00 Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglulegum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögul 29.11.2012 08:00 Reginn skilaði 1,3 milljarða hagnaði Fasteignafélagið Reginn hf. skilaði 1,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. 29.11.2012 07:45 Saffran í útrás til Bretlands Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída. 29.11.2012 06:54 Engin ákvörðun um skuldabréf hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður sendi frá sér tilkynningu í nótt til að árétta það að engin ákvörðun hefði verið tekin um að gefa ekki út fleiri skuldabréf í HFF flokknum. 29.11.2012 06:41 Spá mikilli verðbólgu næstu mánuðina Greining Arion banka spáir því að verðbólgan muni verða á bilinu 4,2% til 4,5% á næstu mánuðum. Forsenda þessarar spár er að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem nú er. 29.11.2012 06:38 Alger viðsnúningur hjá Orkuveitunni og jákvæð teikn á lofti Árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða af þeim miklu skuldum sem á rekstrinum hvíla, en fyrstu níu mánuði ársins var rekstrarhagnaður fyrirtækisins 11 milljarðar króna. Sú leið Besta flokksins að aftengja afskipti stjórnmálamanna af fyrirtækinu virðist því hafa heppnast afar vel. 28.11.2012 11:50 Segir fjárlögin ekki í uppnámi Formaður fjárlaganefndar Alþingis telur ekki að andstaða Róberts Marshall við gistináttaskatt ríkisstjórnarinnar setji fjárlögin í uppnám. 28.11.2012 19:40 Einn á móti fjórum í peningastefnunefndinni Einn nefndarmanna í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda vöxtum óbreyttum en ekki hækka þá um 0,25 prósentustig í sex prósent eins og gert var á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá fundi fyrir vaxtaákvörðunina síðustu. 28.11.2012 17:38 Guðmundur tapaði 10 milljónum þegar Glitnir féll Íslenska ríkið, Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin voru í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Matthíassonar sem sagðist hafa verið rændur þegar hann keypti hlutbréf í Glitni, haustið 2008. Guðmundar greiddi tæpar tíu milljónir fyrir bréfin. 28.11.2012 17:07 Seðlabankinn varaði við stöðunni árið 2004 Seðlabanki Íslands varaði við þeirri stöðu sem nú er komin upp hjá Íbúðalánasjóði þegar frumvarp til laga um húsnæðismál var til umræðu á Alþingi á vormánuðum 2004. Aðvörunin birtist í umsögn um frumvarpið sem Seðlabankinn sendi félagsmálanefnd, sem þá fjallaði um frumvarpið. 28.11.2012 16:52 Eins og bólgueyðandi lyf við alvarlegum sjúkdómi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það framlag sem ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja í Íbúðalánasjóð í gær, allt að þrettán milljarða, virka eins og bólgueyðandi lyf á alvarlegan sjúkdóm. Hann segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki reiknað með því að þurfa að koma Íbúðalánasjóði til aðstoðar í fjárlögum 2013. "Þessar upphæðir eru með þeim hætti, að það er ábyrgðarlaust að reikna ekki með þessu í fjárlögum fyrir næsta ár,“ segir Bjarni. Hann segir auk þess að kerfisvandi sjóðsins hafi ekki verið greindur nægilega vel af stjórnvöldum, og að það sé slæmt að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir alvarlegri stöðu hans, og gripið til aðgerða fyrr. 28.11.2012 14:00 Hagnaður Arion banka nam 14,5 milljörðum króna Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var um 14,5 milljarðar króna eftir skatta samanborið við 13,6 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15,9% samanborið við 17,6% á sama tímabili árið 2011. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,9% en var 11,3% á sama tímabili í fyrra. Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012 er óendurskoðaður. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 22,5% en í lok síðasta árs var það 21,2%. 28.11.2012 13:56 Gamli Landsbankinn á 200 milljarða umfram Icesave-skuldina Eignir þrotabús gamla Landsbankans voru í lok september um 200 milljörðum krónum hærri en forgangskröfurnar, það er Icesave innlánin, nema. Þetta kom fram á kröfuhafafundi bankans í morgun. 28.11.2012 13:20 Forseti Alþingis fundar með rannsóknarnefnd um ÍLS á morgun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun funda með rannsóknarnefnd Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs á morgun klukkan 15:00 og fá þá upplýsingar um hvenær vinnu nefndarinnar lýkur og skýrsla hennar verður birt almenningi. 28.11.2012 10:56 Græn framtíð endurnýtir raftæki á Nýfundnalandi Græn framtíð hefur samið við borgaryfirvöld í St. John's á Nýfundnalandi og Labrador um endurnýtingu á öllum smáraftækjum sem eru ekki lengur í notkun á vegum borgarinnar. Um er að ræða farsíma, fartölvur, netlykla, myndavélar og önnur sambærileg smáraftæki. 28.11.2012 09:34 Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli. Rekstarþjónusta Nýherja hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. 28.11.2012 09:28 Sjá næstu 50 fréttir
Enn hækkar áfengið Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag. 30.11.2012 22:10
Lánasamningurinn undirritaður Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. 30.11.2012 20:33
Alls óvíst hvenær nauðasamningar ganga í gegn Kaupþing treystir sér ekki til þess að segja til um það hvenær hægt verður að leggja fram frumvarp að nauðasamningi. Ástæðan er sú að til þess að hægt sé að leggja slíkt frumvarp fram þarf Seðlabanki Íslands að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands á grundvelli gjaldeyrislaga. 30.11.2012 15:57
Gengi bréfa Össurar hækkar um 1,37 prósent Gengi bréfa Össurar hefur hækkað um 1,37 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 184,5. Þá hefur gengi brefa fasteignafélagsins Regins hækkað um 0,55 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 10,95. Gengi bréfa Haga hefur hækkað um 0,47 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21,55. Gengi bréfa Icelandair hefur síðan hækkað um 0,26 prósent og er það nú 7,68. 30.11.2012 15:32
Segir niðurstöðu FME vonbrigði og boðar til blaðmannafundar "Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins (FME) á athugun sem eftirlitið gerði í kjölfar kæru minnar á meðferð skuldamála BM VALLÁ hf. hjá Arionbanka“ segir Víglundur Þorsteinsson í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla fyrir skömmu vegna niðurstöðu FME um að engin aftökulisti væri til. 30.11.2012 14:37
Rekstrarhagnaður Stork eykst umtalsvert milli ára Rekstrahagnaður (EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði) Stork Technical Services (STS), þar sem íslenska fjárfestingafélagið Eyrir Invest á 17 prósent eignarhlut, hækkaði um 15,6 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA-hagnaðurinn nam 27,2 milljónum evra, eða sem nemur ríflega 4,4 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra nam EBITDA-hagnaðurinn 23,6 milljónum evra, eða 3,8 milljörðum króna. 30.11.2012 09:42
Dauðalistinn ekki til Fjármálaeftilitið gerir ekki athugasemdir við það hvernig Arion banki háttaði tilraunum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B.M. Vallá hf. Þetta segir Fjármálaeftirlitið í gagnsæisathugun sem gerð var vegna athugasemda Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra B.M. Vallár. 30.11.2012 09:21
Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um tæpa 35 milljarða Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 124,1 milljarður kr. en innflutningur á þjónustu 89,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 34,8 milljarða króna en var jákvæður um 28,7 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi í fyrra á gengi hvors árs. 30.11.2012 09:08
Vöruskiptin hagstæð um rúma 15 milljarða í október Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 63,3 milljarða króna og inn fyrir 48 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 15,2 milljarða króna. Í október í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða króna á sama gengi. 30.11.2012 09:05
Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Vogunarsjóðir eiga tæpan helming krafna á Glitni. Sjóðir munu eiga meirihluta. Burlington stærsti einstaki eigandi krafna. Heildarkröfur nema 2.263 milljörðum. 30.11.2012 08:00
Óskýr skilaboð frá stjórn Íbúðalánasjóðs Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá Íbúðalánasjóði um að hætta útgáfu skuldabréfa í núverandi flokkum húsnæðisbréfa (HHF). Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn sjóðsins. 30.11.2012 08:00
Mælir gegn kaupum í útboði Vodafone IFS greining telur að fjárfestar sem hugsa til lengri tíma eigi að halda að sér höndum í útboði á hlutabréfum í Vodafone sem fram fer þann 3. desember næstkomandi. 30.11.2012 08:00
Sjóðir eiga um helming krafna Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. 30.11.2012 08:00
Hagnaður Eimskips tæplega milljarður Eimskip skilaði tæplega milljarðs króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins en rekstrartekjur félagsins námu tæpum 18 milljörðum króna á tímabilinu. 30.11.2012 06:11
Kári segir skuld við hluthafa útskýra neikvætt eigið fé Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum. 29.11.2012 12:14
Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. 29.11.2012 10:35
Bankarnir högnuðust um 44 milljarða Bankastjóri Íslandsbanka segir að að efnahagslífið og bankarnir séu enn að glíma við erfiðleika sem rekja megi til hrunsins. 29.11.2012 23:45
Gengi bréfa Regins hækkaði mest Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í kauphöll Íslands í dag, en gengið er nú 10,89. Við skráningu félagsins á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. Gengi bréfa Eimskipafélagsins er nú 225 það hækkaði um 0,67 prósent í dag. Skráningargengi félagsins var 208. 29.11.2012 22:42
Vonast eftir sátt um skatt á gistiheimili Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segir að mögulega þurfi að beita niðurskurði ef ekki verður fallist á hækkun virðisaukaskatts á hótel- og gistiheimili. 29.11.2012 19:56
Bankarnir hagnast um 44,2 milljarða á níu mánuðum Bankarnir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, hafa nú allir kynnt afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung, og liggja upplýsingar um rekstrarafkomu fyrir fyrstu níu mánuði ársins því fyrir. Samanlagður hagnaður bankanna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 44,2 milljörðum króna, en Arion banki hagnaðist um 14,5 milljarða, Landsbankinn um 13,5 milljarða og Íslandsbanki, sem kynnti uppgjör sitt í morgun, um 16,2 milljarða. 29.11.2012 12:15
Mæla gegn kaupum í Vodafone IFS ráðgjöf verðleggur hlutabréf í Vodafone á 25,1 krónu og telur fjárfesta gera best með því að halda að sér höndum í hlutafjárútboði samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. 29.11.2012 09:47
Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. 29.11.2012 09:35
Mikil hækkun á vísitölu framleiðsluverðs Vísitala framleiðsluverðs í október s.l. var 215,3 stig og hækkaði um 3,9% frá september. 29.11.2012 09:26
Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fækkað um 31% milli ára Alls voru 118 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í októbermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 910, sem er tæplega 31% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.317 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 29.11.2012 09:11
Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna. 29.11.2012 08:59
Verulega dregur úr hagnaði N1 milli ára Olíufélagið N1 skilaði 468 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var hagnaðurinn 628 milljónir kr. á sama tímabili í fyrra. 29.11.2012 08:26
OECD spáir 2,5% hagvexti Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014. 29.11.2012 08:00
Ágæt arðsemi hjá Arion banka Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 29.11.2012 08:00
Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær. 29.11.2012 08:00
Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglulegum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögul 29.11.2012 08:00
Reginn skilaði 1,3 milljarða hagnaði Fasteignafélagið Reginn hf. skilaði 1,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. 29.11.2012 07:45
Saffran í útrás til Bretlands Íslenska veitingahúskeðjan Saffran er komin í útrás til Bretlands en búið er að opna nýjan Saffran veitingastað í Manchester borg. Fyrir rekur Saffran þrjá staði á Íslandi og einn í Orlando á Flórída. 29.11.2012 06:54
Engin ákvörðun um skuldabréf hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður sendi frá sér tilkynningu í nótt til að árétta það að engin ákvörðun hefði verið tekin um að gefa ekki út fleiri skuldabréf í HFF flokknum. 29.11.2012 06:41
Spá mikilli verðbólgu næstu mánuðina Greining Arion banka spáir því að verðbólgan muni verða á bilinu 4,2% til 4,5% á næstu mánuðum. Forsenda þessarar spár er að gengi krónunnar verði óbreytt frá því sem nú er. 29.11.2012 06:38
Alger viðsnúningur hjá Orkuveitunni og jákvæð teikn á lofti Árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða af þeim miklu skuldum sem á rekstrinum hvíla, en fyrstu níu mánuði ársins var rekstrarhagnaður fyrirtækisins 11 milljarðar króna. Sú leið Besta flokksins að aftengja afskipti stjórnmálamanna af fyrirtækinu virðist því hafa heppnast afar vel. 28.11.2012 11:50
Segir fjárlögin ekki í uppnámi Formaður fjárlaganefndar Alþingis telur ekki að andstaða Róberts Marshall við gistináttaskatt ríkisstjórnarinnar setji fjárlögin í uppnám. 28.11.2012 19:40
Einn á móti fjórum í peningastefnunefndinni Einn nefndarmanna í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda vöxtum óbreyttum en ekki hækka þá um 0,25 prósentustig í sex prósent eins og gert var á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá fundi fyrir vaxtaákvörðunina síðustu. 28.11.2012 17:38
Guðmundur tapaði 10 milljónum þegar Glitnir féll Íslenska ríkið, Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin voru í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Matthíassonar sem sagðist hafa verið rændur þegar hann keypti hlutbréf í Glitni, haustið 2008. Guðmundar greiddi tæpar tíu milljónir fyrir bréfin. 28.11.2012 17:07
Seðlabankinn varaði við stöðunni árið 2004 Seðlabanki Íslands varaði við þeirri stöðu sem nú er komin upp hjá Íbúðalánasjóði þegar frumvarp til laga um húsnæðismál var til umræðu á Alþingi á vormánuðum 2004. Aðvörunin birtist í umsögn um frumvarpið sem Seðlabankinn sendi félagsmálanefnd, sem þá fjallaði um frumvarpið. 28.11.2012 16:52
Eins og bólgueyðandi lyf við alvarlegum sjúkdómi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það framlag sem ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja í Íbúðalánasjóð í gær, allt að þrettán milljarða, virka eins og bólgueyðandi lyf á alvarlegan sjúkdóm. Hann segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki reiknað með því að þurfa að koma Íbúðalánasjóði til aðstoðar í fjárlögum 2013. "Þessar upphæðir eru með þeim hætti, að það er ábyrgðarlaust að reikna ekki með þessu í fjárlögum fyrir næsta ár,“ segir Bjarni. Hann segir auk þess að kerfisvandi sjóðsins hafi ekki verið greindur nægilega vel af stjórnvöldum, og að það sé slæmt að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir alvarlegri stöðu hans, og gripið til aðgerða fyrr. 28.11.2012 14:00
Hagnaður Arion banka nam 14,5 milljörðum króna Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var um 14,5 milljarðar króna eftir skatta samanborið við 13,6 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15,9% samanborið við 17,6% á sama tímabili árið 2011. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,9% en var 11,3% á sama tímabili í fyrra. Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012 er óendurskoðaður. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 22,5% en í lok síðasta árs var það 21,2%. 28.11.2012 13:56
Gamli Landsbankinn á 200 milljarða umfram Icesave-skuldina Eignir þrotabús gamla Landsbankans voru í lok september um 200 milljörðum krónum hærri en forgangskröfurnar, það er Icesave innlánin, nema. Þetta kom fram á kröfuhafafundi bankans í morgun. 28.11.2012 13:20
Forseti Alþingis fundar með rannsóknarnefnd um ÍLS á morgun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun funda með rannsóknarnefnd Alþingis um málefni Íbúðalánasjóðs á morgun klukkan 15:00 og fá þá upplýsingar um hvenær vinnu nefndarinnar lýkur og skýrsla hennar verður birt almenningi. 28.11.2012 10:56
Græn framtíð endurnýtir raftæki á Nýfundnalandi Græn framtíð hefur samið við borgaryfirvöld í St. John's á Nýfundnalandi og Labrador um endurnýtingu á öllum smáraftækjum sem eru ekki lengur í notkun á vegum borgarinnar. Um er að ræða farsíma, fartölvur, netlykla, myndavélar og önnur sambærileg smáraftæki. 28.11.2012 09:34
Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli. Rekstarþjónusta Nýherja hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. 28.11.2012 09:28