Viðskipti innlent

Engin ákvörðun um skuldabréf hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður sendi frá sér tilkynningu í nótt til að árétta það að engin ákvörðun hefði verið tekin um að gefa ekki út fleiri skuldabréf í HFF flokknum.

Slíkt mátti skilja á formanni stjórnar sjóðsins í viðtali á vefsíðu Morgunblaðsins í gærkvöldi. Ekki hafa verið gefin út bréf í þessum flokki frá því í janúar s.l. vegna sterkrar lausafjárstöðu sjóðsins.

Vandamálið er að þar sem þessi bréf eru ekki uppgreiðanleg getur sjóðurinn ekki notað lausafé sitt til að kaupa þau til baka og létta þannig á vaxtabyrði sinni.

Fyrirhugað er að nýir flokkar skuldabréfa verði uppgreiðanlegir, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×