Viðskipti innlent

Sjóðir eiga um helming krafna

ÞSJ skrifar
Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki.

Þetta má lesa út úr skrá yfir fimmtíu stærstu samþykktu kröfuhafa Glitnis sem birt var á kröfuhafafundi í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna.

Burlington er einnig á meðal stærstu kröfuhafa Kaupþings, á meðal stærstu eigenda Klakka og Straums og á meðal kröfuhafa Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×