Viðskipti innlent

Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli. Rekstarþjónusta Nýherja hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004.

Í tilkynningu segir að vottunin hafi mikla þýðingu fyrir Nýherja og viðskiptavini, enda staðfestir hún að unnið sé eftir ströngum öryggisreglum í allri meðferð upplýsingagagna. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir þá aðila sem eru eftirlitsskyldir af FME, en þetta uppfyllir m.a. kröfur þeirra til hýsingaraðila upplýsingakerfa, sem þeim er gert að fylgja, sem úthýsa sinn rekstur.

„Í niðurstöðum úttektar BSI segir meðal annars að vitund og þekking á öryggisreglum og öryggisstefnu sé mikil hjá Nýherja og því sé úttektin án athugasemda. Þá sé stjórnkerfi upplýsingaöryggis í stöðugri þróun hjá félaginu og sterk hefð sé fyrir notkun kerfisins, sem byggir á öflugum eftirlitsþáttum," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×