Viðskipti innlent

Rekstrarhagnaður Stork eykst umtalsvert milli ára

Magnús Halldórsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, sem á 17 prósent eignarhlut Stork Technical Services.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, sem á 17 prósent eignarhlut Stork Technical Services.
Rekstrahagnaður (EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði) Stork Technical Services (STS), þar sem íslenska fjárfestingafélagið Eyrir Invest á 17 prósent eignarhlut, hækkaði um 15,6 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA-hagnaðurinn nam 27,2 milljónum evra, eða sem nemur ríflega 4,4 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra nam EBITDA-hagnaðurinn 23,6 milljónum evra, eða 3,8 milljörðum króna.

Rekstur Stork er umfangsmikill, en hjá fyrirtækinu starfa um 14 þúsund og fimm hundruð starfsmenn, að því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið skiptist upp í tvær stoðir, annars vegar STS sem sinnir framleiðslu og stýringu búnaðar í orkugeiranum, og síðan Fokker Technologies sem starfar í flugiðnaði. Starfsmenn á því sviði eru ríflega 3.700, og starfsemi í Hollandi, Mexíkó, Bandaríkjunum og Tyrklandi.

STS er með starfsemi í Evrópu, Norðursjó, Kaspíhafi og Suður-Ameríku. Í maí síðastliðnu keypti fyrirtækið RBG Ltd, sem er með höfuðstöðvar í Skotlandi. RBG sinnir þjónustu við olíu og gasiðnað. Kaupin voru gerð til að styrkja starfsemi Stork á fyrrnefndu sviði, en hún hefur vaxið umtalsvert undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×