Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandabanka 10,8 milljarðar

Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi eftir skatta var 10,8 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er ívið minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 11,4 milljörðum króna.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi ársins hafi numið 4,6 milljörðum króna sem er nokkuð betri útkoma en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 3,3 milljarða króna.

Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 16,2 milljarða samanborið við 11,3 milljarða fyrstu þrjá ársfjórðunga 2011.

Frá stofnun bankans hafa um 19.300 einstaklingar og um 3.340 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 420 milljörðum króna.

Heildareignir við lok þriðja ársfjórðungs námu 813 milljörðum kr, samanborið við 796 milljarða kr. í árslok 2011.

"Ég er ánægð með þetta uppgjör sem er í takt við fyrri árshlutareikninga bankans á þessu ári. Starfsfólk Íslandsbanka getur verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur frá stofnun bankans en jafnvægi hefur aukist mjög í rekstrinum. Lausafjárstaða bankans er áfram sterk sem og eiginfjárhlutfallið sem er vel yfir því lágmarki sem Fjármálaeftirlitið setur," segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×